Erlent

Sautján fluttir úr Guantanamo

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fangarnir verða að öllum líkindum fluttir úr fangelsinu um miðjan janúar.
Fangarnir verða að öllum líkindum fluttir úr fangelsinu um miðjan janúar. vísir/epa
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt flutning sautján fanga úr fangabúðunum í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu. Gert er ráð fyrir að þeir verði fluttir úr fangelsinu um miðjan janúar.

Nú sitja tæplega eitt hundrað fangar í fangelsinu, margir þeirra án dóms og laga, en samið hefur verið um lausn fjörutíu og átta þeirra. Fangarnir sautján eru flestir frá Jemen en ekki er gert ráð fyrir að þeir fari aftur þangað vegna stríðsástandsins þar.

Samtökin Amnesty International í Bandaríkjunum hafa fagnað þessari ákvörðun og segja þetta stórt skref fram á við. Þau vonast til að þetta þýði að fangelsinu verði fljótlega alfarið lokað.

Eitt af fyrstu verkum Baracks Obama Bandaríkjaforseta var að fyrirskipa lokun fangelsisins. Hann hefur þó verið gagnrýndur fyrir hve hægt það hefur gengið. Bandaríski herinn hóf starfrækslu fangabúðanna árið 2002, en það ár sátu tæplega 800 fangar inni, allir í tengslum við hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×