Erlent

Nýr leiðtogi Verkamannaflokksins kynntur 12. september

Atli Ísleifsson skrifar
Ed Miliband tilkynnti um afsögn sína sem formaður flokksins í kjölfar sigurs Íhaldsflokksins í bresku þingkosningunum í síðustu viku.
Ed Miliband tilkynnti um afsögn sína sem formaður flokksins í kjölfar sigurs Íhaldsflokksins í bresku þingkosningunum í síðustu viku. Vísir/AFP
Miðstjórn breska Verkamannaflokksins hefur birt tímaáætlun varðandi ferlið við val á nýjum leiðtoga flokksins.

Nýr formaður verður kynntur á aukalandsfundi þann 12. september næstkomandi.

Ed Miliband tilkynnti um afsögn sína sem formaður flokksins í kjölfar sigurs Íhaldsflokksins í bresku þingkosningunum í síðustu viku.

Atkvæðaseðlar verða sendir út til flokksmanna um miðjan ágúst og ljúkur kosningu á hádegi þann 10. september.

Chuka Umunna, talsmaður breska Verkamannaflokksins í viðskiptamálum, hefur staðfest að hann bjóði sig fram til formanns innan flokksins.


Tengdar fréttir

Aðrir leiðtogar víkja

Fyrirfram var búist við flókinni stöðu að loknum þingkosningum í Bretlandi: Íhaldsmenn og Verkamannaflokkurinn yrðu jafnir og annar flokkurinn þyrfti að reiða sig á stuðning smærri flokka til að koma á starfhæfri ríkisstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×