Spjótkastarinn Helgi Sveinsson nældi í bronsverðlaun í spjótkasti á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum í dag.
Í fyrsta sinn var keppt í sameiginlegum flokki F42, 43 og 44 en Helgi var heimsmeistari í flokki F42. Keppendur í hinum flokkunum eru með minni fötlun.
Helgi kastaði best 55,18 metra í Doha í dag en hans besta kast á ferlinum er 57,36 metrar. Kast hans var þó mótsmet í flokki F42.
Hefði Helgi fundið sig algjörlega í dag hefði hann tekið gullið enda kastaði sigurvegarinn, Maricio Fernandes frá Grænhöfðaeyjum, undir besta árangri Helga eða 56,24 metra. Sá sem fékk silfur kastaði 55,80 metra.
Keppt verður í þessum sameiginlega flokki á Ólympíumóti fatlaðra á næsta ári og eins og tölurnar gefa til kynna er Helgi svo sannarlega á meðal bestu manna.
Helgi nældi í brons á HM
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið





Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn




Salah nálgast nýjan samning
Enski boltinn
