Segir ekki skort á stórgrósserum Samúel Karl Ólason skrifar 16. ágúst 2015 19:29 Karl Garðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/GVA „Það er enginn skortur á stórgrósserum og fylgitunglum þeirra á Íslandi sem eru tilbúnir til að selja sálu sína fyrir aurinn. Tilbúnir til að fórna mannréttindum og lýðræði fyrir stundargróða.“ Þetta segir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þetta segir Karl í pistli sem hann skrifar á vef Eyjunnar sem ber heitið: Að selja sálu sína. Þar gagnrýnir hann Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem sagði að Ísland ætti að taka sig af lista þjóða sem vilja viðskiptabann á Rússa. „Það skiptir þetta fólk engu máli þó að um 7000 manns hafi látið lífið í austurhluta Úkraínu og að milljónir til viðbótar séu á vergangi. Það skiptir engu máli þó alþjóðasamningar hafi verið þverbrotnir og fullveldi Evrópuríkis hafi verið fótum troðið með innrás annars. Það skiptir engu máli – við skulum fyrst og fremst líta til eigin fjárhagslegra hagsmuna, annað kemur okkur ekki við,“ segir Karl. „Einn stjórnmálamaður sagði að við ættum ekki í neinum útistöðum við vinaþjóð okkar, Rússa. Það var helst á honum að skilja að það réttlætti að við lokuðum augum og eyrum og héldum áfram góðum bisness. Óþarfi að láta 7000 mannslíf trufla viðskiptin.“ Hann segir það þyngra en tárum takið að hlýða á röksemdafærslu sem þessa og það sé ekkert sem heiti að vera hlutlaus í þeim hildarleik sem eigi sér stað í Úkraínu. „Ísland á mikið undir að alþjóðasamningar haldi, að leikreglur lýðræðis séu virtar og að mannréttindi séu ekki fótum troðin. Að gefa eftir í málefnum Úkraínu væru skelfileg skilaboð. Ef við getum ekki staðið með þjóðum sem búa við ofríki nágranna sinna sem virða ekki alþjóðasamninga, þá skulum við ekki gera kröfur um stuðning annarra þjóða næst þegar við þurfum á slíku að halda.“ Karl segir einnig að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, eigi mikinn heiður skilinn fyrir framgöngu sína í þessu máli. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Það er enginn skortur á stórgrósserum og fylgitunglum þeirra á Íslandi sem eru tilbúnir til að selja sálu sína fyrir aurinn. Tilbúnir til að fórna mannréttindum og lýðræði fyrir stundargróða.“ Þetta segir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þetta segir Karl í pistli sem hann skrifar á vef Eyjunnar sem ber heitið: Að selja sálu sína. Þar gagnrýnir hann Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem sagði að Ísland ætti að taka sig af lista þjóða sem vilja viðskiptabann á Rússa. „Það skiptir þetta fólk engu máli þó að um 7000 manns hafi látið lífið í austurhluta Úkraínu og að milljónir til viðbótar séu á vergangi. Það skiptir engu máli þó alþjóðasamningar hafi verið þverbrotnir og fullveldi Evrópuríkis hafi verið fótum troðið með innrás annars. Það skiptir engu máli – við skulum fyrst og fremst líta til eigin fjárhagslegra hagsmuna, annað kemur okkur ekki við,“ segir Karl. „Einn stjórnmálamaður sagði að við ættum ekki í neinum útistöðum við vinaþjóð okkar, Rússa. Það var helst á honum að skilja að það réttlætti að við lokuðum augum og eyrum og héldum áfram góðum bisness. Óþarfi að láta 7000 mannslíf trufla viðskiptin.“ Hann segir það þyngra en tárum takið að hlýða á röksemdafærslu sem þessa og það sé ekkert sem heiti að vera hlutlaus í þeim hildarleik sem eigi sér stað í Úkraínu. „Ísland á mikið undir að alþjóðasamningar haldi, að leikreglur lýðræðis séu virtar og að mannréttindi séu ekki fótum troðin. Að gefa eftir í málefnum Úkraínu væru skelfileg skilaboð. Ef við getum ekki staðið með þjóðum sem búa við ofríki nágranna sinna sem virða ekki alþjóðasamninga, þá skulum við ekki gera kröfur um stuðning annarra þjóða næst þegar við þurfum á slíku að halda.“ Karl segir einnig að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, eigi mikinn heiður skilinn fyrir framgöngu sína í þessu máli.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira