Erlent

Óhugnanlegar myndir frá braki vélar AirAsia á hafsbotni

Birgir Olgeirsson skrifar
Hluti vélarinnar sem er á hafsbotni.
Hluti vélarinnar sem er á hafsbotni. AFP
Þetta eru fyrstu myndirnar sem birtast af braki farþegaþotu flugfélagsins AirAsia. Þotan hrapaði í Jövuhaf, skammt frá eyjunni Borneo, sunnudaginn 28. desember síðastliðinn. Var hún á leið frá Indónesíu til Singapúr þegar hún hvarf af ratsjám en 162 voru um borð í vélinni.

AFP
Myndirnar sem eru komnar fram núna sýna brot úr vélinni, þar á meðal flugstjórnarklefann. Stél vélarinnar fannst með aðstoð ómannaðra kafbáta en þar er svarti kassinn, eða flugriti vélarinnar, alla jafna geymdur. Munu upplýsingar úr honum reynast dýrmætar við rannsókn á þessu flugslysi. 39 lík hafa fundist en enn er 123 saknað.


Tengdar fréttir

Hafa fundið fleiri lík í Jövuhafi

Talsmenn indónesískra yfirvalda segja að leitarmenn hafi nú veitt alls þrjátíu lík af farþegum vélar AirAsia sem hrapaði í Jövuhafi á sunnudag úr sjónum.

Stél AirAsia 8501 er fundið

Leitarflokkar á Jövuhafi hafa nú staðfest að stél farþegaþotu AirAsia sem fórst á dögunum, sé fundið.

Brak fannst í Jövuhafi

Leitarvélar á Jövuhafi telja sig hafa fundið í morgun brak á floti í sjónum sem gæti verið úr Airbus þotu AirAsia sem fórst í fyrradag.

Hefja leit neðansjávar í dag

Leit neðansjávar að flaki farþegaþotu AirAsia sem fórst í Jövuhafi á sunnudag hefst í dag. Sérhæfður leitarflokkur frá Frakklandi er kominn á staðinn með tæki og tól sem notuð eru til þess að finna svörtu kassa flugvélarinnar sem gefa upplýsingar um hvað varð þess valdandi að vélin fórst.

Fjögur lík fundin til viðbótar

Leitarsveitir hafa nú fundið fjögur lík til viðbótar úr farþegaflugvél flugfélagsins AirAsia í Jövuhafi. Alls hafa 34 lík fundist ásamt fimm stórum hlutum flugvélarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×