Freyr: Þetta er dagurinn hennar Margrétar Tómas þór Þórðarson skrifar 22. september 2015 21:30 Freyr og Ásmundur Guðni Haraldsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari. vísir/vilhelm Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, var ánægður með sigurinn gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Hann vildi sjá fleiri mörk en var ánægður með hvernig stelpurnar héldu haus gegn gífurlega varnarsinnuðu liði gestanna. "Það sem skipti mestu máli var að ná í þessi þrjú stig, halda hreinu og koma svo takt í okkar leik," sagði Freyr við Vísi eftir leikinn.Sjá einnig:Margrét Lára: Þetta var Beckham-víti "Í leik sem þú skapar þér tuttugu og eitthvað færi áttu að skora fleiri mörk. Ég get samt ekki annað gert en hrósað leikmönnunum fyrir agann og einbeitinguna í leiknum. Við tökum þessum sigri fagnandi," sagði Freyr, en átti hann von á hvítrússneska liðinu svona rosalega varnarsinnuðu? "Þetta var miklu meira en ég átti von á. Þær hafa fengið sjokk eftir síðasta leik og ákváðu að reyna að tapa með sem minnstum mun. Þær vörðust stundum ágætlega og ég hrósa þeim fyrir það, en í alvöru, það er í lagi að reyna aðeins að sækja." Þar sem gestirnir sóttu ekki neitt þurfti varnarlína Íslands að taka virkan þátt í sóknarleiknum. Glódís Perla og Hallbera voru frábærar í leiknum og áttu margar lykilsendingar sem komu sóknum af stað. Hallbera lagði svo upp eitt mark. "Þetta er þróun sem hefur átt sér stað. Við erum með rosalega vel spilandi varnarlínu. Einhverntíma hefði verið kallað á að ég myndi taka hafsent út af og sett sóknarmann inn á. En við vorum ekki með varnarmenn inn á vellinum, það voru allir að sækja. Sendingarnar úr vörninni í dag voru frábærar og stelpurnar fá hrós fyrir það," sagði Freyr. Hann brosti, aðspurður um vítið sem Margrét Lára klúðraði, og sagði: "Hún verður drullusvekkt með þetta. En hún er búin að skora svo mörg mörk að þetta skiptir engu máli. Þetta er hennar dagur og hún á að njóta hans," sagði Freyr Alexandersson. Íslenski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, var ánægður með sigurinn gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Hann vildi sjá fleiri mörk en var ánægður með hvernig stelpurnar héldu haus gegn gífurlega varnarsinnuðu liði gestanna. "Það sem skipti mestu máli var að ná í þessi þrjú stig, halda hreinu og koma svo takt í okkar leik," sagði Freyr við Vísi eftir leikinn.Sjá einnig:Margrét Lára: Þetta var Beckham-víti "Í leik sem þú skapar þér tuttugu og eitthvað færi áttu að skora fleiri mörk. Ég get samt ekki annað gert en hrósað leikmönnunum fyrir agann og einbeitinguna í leiknum. Við tökum þessum sigri fagnandi," sagði Freyr, en átti hann von á hvítrússneska liðinu svona rosalega varnarsinnuðu? "Þetta var miklu meira en ég átti von á. Þær hafa fengið sjokk eftir síðasta leik og ákváðu að reyna að tapa með sem minnstum mun. Þær vörðust stundum ágætlega og ég hrósa þeim fyrir það, en í alvöru, það er í lagi að reyna aðeins að sækja." Þar sem gestirnir sóttu ekki neitt þurfti varnarlína Íslands að taka virkan þátt í sóknarleiknum. Glódís Perla og Hallbera voru frábærar í leiknum og áttu margar lykilsendingar sem komu sóknum af stað. Hallbera lagði svo upp eitt mark. "Þetta er þróun sem hefur átt sér stað. Við erum með rosalega vel spilandi varnarlínu. Einhverntíma hefði verið kallað á að ég myndi taka hafsent út af og sett sóknarmann inn á. En við vorum ekki með varnarmenn inn á vellinum, það voru allir að sækja. Sendingarnar úr vörninni í dag voru frábærar og stelpurnar fá hrós fyrir það," sagði Freyr. Hann brosti, aðspurður um vítið sem Margrét Lára klúðraði, og sagði: "Hún verður drullusvekkt með þetta. En hún er búin að skora svo mörg mörk að þetta skiptir engu máli. Þetta er hennar dagur og hún á að njóta hans," sagði Freyr Alexandersson.
Íslenski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Sjá meira