Erlent

Norðmenn herða landamæragæsluna

Atli Ísleifsson skrifar
Þýska lestarfélagið Deutsche Bahn greindi frá því fyrr í dag að búið væri að aflýsa ferðum lesta á leið til og frá Austurríki og Ungverjalandi.
Þýska lestarfélagið Deutsche Bahn greindi frá því fyrr í dag að búið væri að aflýsa ferðum lesta á leið til og frá Austurríki og Ungverjalandi. Vísir/AFP
Norska ríkisstjórnin hefur fyrirskipað lögreglu að herða landamæragæslu vegna mikils straums hælisleitenda til landsins.

Anders Anundsen, dómsmálaráðherra Noregs, segir aðgerðina nauðsynlega til að flýta skráningu á öllum þeim sem koma inn í landið og þannig koma í veg fyrir komu ólöglegra innflytjendur.

Í tilkynningu frá norska dómsmálaráðuneytinu segir að ástæðan sé ekki að takmarka rétt flóttamanna til að sækja um hæli.

Þýska lestarfélagið Deutsche Bahn greindi frá því fyrr í dag að búið væri að aflýsa ferðum lesta á leið til og frá Austurríki og Ungverjalandi. Sé það gert vegna hertrar landamæragæslu.

Þannig munu ferðir milli München og Salzburg annars vegar og München og Budapest falla niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×