Margrét Lára: Eigum að vera með betra lið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2015 14:00 Margrét Lára lék á alls oddi á æfingu í gær. vísir/pjetur „Þetta er mjög stór áfangi en ég er eitthvað minna að spá í þessu núna,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir sem leikur sinn 100. landsleik þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 á Laugardalsvelli í kvöld. Hún segir mikilvægt að einblína á leikinn sjálfan sem er sá fyrsti hjá íslenska liðinu í undankeppninni. „Mér finnst mikilvægt að halda einbeitingunni á leiknum og liðinu því það er það sem skiptir öllu máli núna. En það verður gaman að geta vonandi fagnað 100. leiknum og þremur stigum í leikslok.“ Íslenska liðið hefur fengið langan tíma til undirbúnings en síðasta fimmtudag léku stelpurnar vináttulandsleik við Slóvakíu sem vannst 4-1. „Við fengum fullt af svörum í þeim leik,“ sagði Margrét eftir æfingu landsliðsins í gær. „Þetta var ótrúlega mikilvægur leikur fyrir okkur að fá. Það sást að við vorum svolítið ryðgaðar, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við vorum að gera barnaleg mistök sem er auðvelt að laga. Þetta snerist um finna taktinn og ég held að hann verði kominn á morgun (í dag).“ En hvað þarf íslenska liðið að varast í leik þess hvít-rússneska? „Þær eru lið á uppleið og ætla sér stóra hluti. Það er mikilvægt fyrir okkur að brjóta þær strax á bak aftur og ekki gefa þeim neitt sjálfstraust eða neina von. Þær eru þéttar og liggja mjög aftarlega. Það er mikilvægt að við sýnum þolinmæði og reynum að komast aftur fyrir bakverðina þeirra. „En fyrst og fremst þurfum við að hugsa um okkur og okkar styrkleika. Við eigum að vera betra liðið og það er mikilvægt að við séum andlega og líkamlega tilbúnar í leikinn,“ sagði Margrét sem skoraði sitt 72. landsliðsmark gegn Slóvakíu á fimmtudaginn. Fyrsta landsliðsmark Margrétar kom í fyrsta landsleiknum hennar, gegn Ungverjalandi í júní 2003. Hún segist muna vel eftir þeim leik. „Ég man mjög vel eftir þeim leik enda ég skoraði ég með minni fyrstu snertingu, þannig að það var ógleymanlegt fyrir mig,“ sagði markadrottningin frá Vestmannaeyjum að lokum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. 22. september 2015 06:00 Þetta verður stór stund fyrir hana Margrét Lára Viðarsdóttir leikur í kvöld sinn 100. landsleik þegar Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017. 22. september 2015 06:30 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Sjá meira
„Þetta er mjög stór áfangi en ég er eitthvað minna að spá í þessu núna,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir sem leikur sinn 100. landsleik þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 á Laugardalsvelli í kvöld. Hún segir mikilvægt að einblína á leikinn sjálfan sem er sá fyrsti hjá íslenska liðinu í undankeppninni. „Mér finnst mikilvægt að halda einbeitingunni á leiknum og liðinu því það er það sem skiptir öllu máli núna. En það verður gaman að geta vonandi fagnað 100. leiknum og þremur stigum í leikslok.“ Íslenska liðið hefur fengið langan tíma til undirbúnings en síðasta fimmtudag léku stelpurnar vináttulandsleik við Slóvakíu sem vannst 4-1. „Við fengum fullt af svörum í þeim leik,“ sagði Margrét eftir æfingu landsliðsins í gær. „Þetta var ótrúlega mikilvægur leikur fyrir okkur að fá. Það sást að við vorum svolítið ryðgaðar, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við vorum að gera barnaleg mistök sem er auðvelt að laga. Þetta snerist um finna taktinn og ég held að hann verði kominn á morgun (í dag).“ En hvað þarf íslenska liðið að varast í leik þess hvít-rússneska? „Þær eru lið á uppleið og ætla sér stóra hluti. Það er mikilvægt fyrir okkur að brjóta þær strax á bak aftur og ekki gefa þeim neitt sjálfstraust eða neina von. Þær eru þéttar og liggja mjög aftarlega. Það er mikilvægt að við sýnum þolinmæði og reynum að komast aftur fyrir bakverðina þeirra. „En fyrst og fremst þurfum við að hugsa um okkur og okkar styrkleika. Við eigum að vera betra liðið og það er mikilvægt að við séum andlega og líkamlega tilbúnar í leikinn,“ sagði Margrét sem skoraði sitt 72. landsliðsmark gegn Slóvakíu á fimmtudaginn. Fyrsta landsliðsmark Margrétar kom í fyrsta landsleiknum hennar, gegn Ungverjalandi í júní 2003. Hún segist muna vel eftir þeim leik. „Ég man mjög vel eftir þeim leik enda ég skoraði ég með minni fyrstu snertingu, þannig að það var ógleymanlegt fyrir mig,“ sagði markadrottningin frá Vestmannaeyjum að lokum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. 22. september 2015 06:00 Þetta verður stór stund fyrir hana Margrét Lára Viðarsdóttir leikur í kvöld sinn 100. landsleik þegar Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017. 22. september 2015 06:30 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Sjá meira
Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. 22. september 2015 06:00
Þetta verður stór stund fyrir hana Margrét Lára Viðarsdóttir leikur í kvöld sinn 100. landsleik þegar Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017. 22. september 2015 06:30