Erlent

Yfir tólf hundruð drepnir í fyrra

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Drepinn fyrir hornin. Frikkie Rossouw (lengst til hægri), sérfræðingur í rannsóknum á umhverfisglæpum hjá SANParks, undirbýr í gær krufningu á hræi nashyrnings sem veiðiþjófar drápu. Náist kúlan sem grandaði dýrinu gæti það gagnast í frekari rannsóknum.
Drepinn fyrir hornin. Frikkie Rossouw (lengst til hægri), sérfræðingur í rannsóknum á umhverfisglæpum hjá SANParks, undirbýr í gær krufningu á hræi nashyrnings sem veiðiþjófar drápu. Náist kúlan sem grandaði dýrinu gæti það gagnast í frekari rannsóknum. Fréttablaðið/EPA
 Í gær stóð yfir rannsókn á hræi 41. nashyrningsins sem veiðiþjófar hafa drepið í Kruger-þjóðgarði í Suður-Afríku það sem af er ári.

Veiðiþjófar ásælast horn skepnanna en þau eru seld á svörtum markaði og stundum mulin í duft sem á að auka mönnum kyngetu.

Samkvæmt opinberum tölum drápu veiðiþjófar 1.215 nashyrninga í Suður-Afríku á síðasta ári. Þar af voru 827 drepnir í Kruger-þjóðgarðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×