Erlent

"Þegar þú gagnrýnir þær fara þær að gráta“

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísindamaðurinn Tim Hunt.
Vísindamaðurinn Tim Hunt. Vísir/AFP
„Ég skal segja þér frá vandræðum mínum með stelpur. Þrír hlutir gerast þegar þær eru á rannsóknarstofunni. Þú verður ástfanginn af þeim, þær verða ástfangnar af þér og þegar þú gagnrýnir þær fara þær að gráta.“

Þetta sagði vísindamaðurinn og nóbelsverðlaunahafinn Tim Hunt á ráðstefnu vísindablaðamanna í Seoul í Suður-Kóreu á þriðjudaginn. Hann viðurkenndi að hafa það orðspor að hann væri karlremba. Í kjölfar ummælanna sem vakið hafa mikla athygli hefur Hunt sagt upp stöðu sinni við háskóla í London, sem heiðursprófessor.

Hunt sem er 72 ára gamall vann nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 2001. Samkvæmt Guardian baðst Hunt afsökunar í útvarpsþætti á BBC í gær og sagði að hann hefði meint þetta sem grín. Hann sagði þó að það væri satt að hann hefði lent í „vandræðum með stelpur“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×