Erlent

500 fallið fyrir hendi lögreglumanna í Bandaríkjunum á árinu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ekki eru sex mánuðir liðnir af árinu og því má gera ráð fyrir því að fyrir lok árs verði tala þeirra sem deyja af völdum lögreglunnar komin yfir þúsund.
Ekki eru sex mánuðir liðnir af árinu og því má gera ráð fyrir því að fyrir lok árs verði tala þeirra sem deyja af völdum lögreglunnar komin yfir þúsund. Vísir/AP
Fimm hundruð einstaklingar hafa fallið fyrir hendi lögreglumanna í Bandaríkjunum það sem af er ári. Þessari tölu var náð í gær þegar tveir ungir svartir menn voru skotnir, annarsvegar í New York og Cincinnati. Isiah Hamtpon, 19 ára drengur, var skotinn til bana af lögreglunni í New York á miðvikudagsmorgun. Hann var staddur í íbúð sinni.

Dauði Hampton kom í kjölfar annars ótengts atviks en Quandavier Hicks, 22 ára íbúi í Cincinnati, var skotinn eftir átök við lögreglu á þriðjudagskvöld. Dauða þessara tveggja manna var bætt í verkefni dagblaðsins The Guardian, The Counted eða Þeir sem hafa verið taldir. Verkefnið var sett af stað til þess að telja fjölda þeirra sem hafa látist af völdum löggæsluyfirvalda í Bandaríkjunum.

Alríkisstjórn Bandaríkjanna heldur eins og stendur enga alhliða skrá um þá sem falla fyrir hendi lögreglu. Þess í stað rekur alríkislögreglan sjálfboðaliðaverkefni þar sem skráð eru réttlætanleg morð. Ekki eru sex mánuðir liðnir af árinu og því má gera ráð fyrir því að fyrir lok árs verði tala þeirra sem deyja af völdum lögreglunnar komin yfir þúsund.

Það er meira en tvöföldun á þeirri tölu sem kerfi alríkislögreglu Bandaríkjanna gaf út árið 2013 en það eru nýjustu fyrirliggjandi upplýsingarnar. Þá var tala látinna eftir átök við lögreglu 461.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×