Erlent

Snúa þurfi aftur til Blair-tímans

Guðsteinn Bjarnason skrifar
David Miliband segist ekki vilja særa bróður sinn en gagnrýnir hann samt.
David Miliband segist ekki vilja særa bróður sinn en gagnrýnir hann samt. vísir/epa
David Miliband, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, segir Verkamannaflokkinn hafa goldið afhroð í kosningum tvisvar sinnum í röð vegna þess að hann sé fastur í fortíðinni. Eftir Blair-tímann hafi flokkurinn ekki fundið neina leið til framtíðar.

Í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN á þriðjudagskvöld segir hann skýringuna á lélegu gengi flokksins augljósa. Undir forystu bróður síns, Eds Miliband, hafi kjósendur augljóslega vantreyst flokknum í efnahagsmálum.

Hann segir Blair-tímann vissulega hafa haft sína galla, en nú þurfi flokkurinn að finna aftur þá „blöndu efnahagslegrar atorku og félagslegs réttlætis“ sem hafi einkennt Verkamannaflokkinn á árum Tonys Blair.

Breska dagblaðið The Times birti einnig viðtal við Miliband í gær, þar sem hann tók að nokkru í sama streng, en segir það jafnframt sársaukafullt fyrir sig að gagnrýna með þessum hætti stjórnartíð bróður síns, Eds Miliband, sem sagði af sér eftir úrslit þingkosninganna í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×