Erlent

Á fjórða hundrað var bjargað

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Þúsundum skipreika flóttamanna sem sækjast eftir betra lífi í Evrópu hefur verið bjargað á Miðjarðarhafi undanfarin ár.
Þúsundum skipreika flóttamanna sem sækjast eftir betra lífi í Evrópu hefur verið bjargað á Miðjarðarhafi undanfarin ár. nordicphotos/afp
Sjóher Túnis bjargaði 356 flóttamönnum sem voru skipreika á leið frá Líbíu til ítölsku eyjunnar Lampedusa. Á meðal flóttamanna var tveggja mánaða gömul stúlka. Án sjóhersins hefðu þeir líklegast allir drukknað í Miðjarðarhafinu.

Flóttamennirnir fóru frá Líbíu í þeim tilgangi að flýja borgarastyrjöldina sem geisar í landinu.

Meginþorri flóttamanna var líbískur en einnig var fólk frá Sýrlandi, Marokkó, Egyptalandi og löndum sunnan Sahara í bátnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×