Erlent

ESB vill lána Úkraínu 270 milljarða

.Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Evrópusambandið hefur boðist til að veita Úkraínu lán upp á samtals 270 milljarða króna en landið er á barmi gjaldþrots.

Lánin eru þó háð ýmsum skilyrðum. Meðal annars gegn loforði um umbætur í stjórnkerfi landsins og að barist verði gegn spillingu stjórnvalda. Aðildarríki Evrópusambandsins þurfa þó að samþykkja tillöguna en verði það gert munu fjármunirnir skila sér til stjórnvalda í Kænugarði á næstu tveimur árum.

Stjórnvöld í Kænugarði er á barmi gjaldþrots en það má meðal annars rekja til átakanna sem staðið hafa yfir í austurhluta Úkraínu. Þá hefur gjaldmiðill þeirra hrunið verulega síðustu mánuði.

Arseniy Yatsenyuk, forsætisráðherra Úkraínu, sagði í samtali við fréttastofu AP að staða landsins væri erfið og því væri gríðarlega mikið um niðurskurði. Stjórnvöld þyrftu þó að eyða rúmum fjórum milljónum evra á dag í átökin í austurhluta landsins.

Áður hafði Evrópusambandið boðist til að veita Úkraínu lán upp á 11 milljarða evra en nú í gær bættust við tæpir tveir milljarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×