Erlent

Man ekki eftir slysinu sem sex manns létust í

Samúel Karl Ólason skrifar
Atvikið átti sér stað í miðbæ Glasgow.
Atvikið átti sér stað í miðbæ Glasgow. Vísir/AFP
Ökumaður ruslabílsins sem keyrði inn í hótel í Glasgow þann 22. desember, segist ekki muna eftir slysinu. Sex manns létu lífið og átta slösuðust. Þetta er í fyrsta sinn sem ökumaðurinn tjáir sig um slysið og segist hann hugsa stanslaust um þá sem dóu.

Hinn 58 ára gamli Harry Clarke segir að hann muni ekki eftir slysinu, sama hvað hann reyni.

„Ég geri mér grein fyrir því að fjöldi fólks vill vita hvað gerðist þennan dag. Ég vildi að ég gæti svarað, en ég get það ekki,“ er haft eftir Clarke á vef Sky News. „Ég vil að fjölskyldur hinna særðu viti að ég man ekki neitt. Ég vildi að svo væri ekki, en ég var meðvitundarlaus.“

Eftir atvikið kom í ljós að Clarke á við hjartaveikindi að stríða en hann hafði ekki hugmynd um það. Þá segist hann sjá eftir því að hafa ekki tjáð sig um slysið fyrr.

Rannsókn lögreglunnar á slysinu er lokið en nú er verið að skoða hvort að kæra eigi í málinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×