Íslenska fótboltalandsliðið fór upp um tvö sæti á FIFA-listanum en nýr listi var kynntur í gær.
Ísland er í 35. sæti listans eftir að hafa fallið úr 33. sæti niður í 36. sæti á febrúarlistanum.
Íslenska landsliðið var í 52. sæti á listanum í mars í fyrra, í 92. sæti í mars 2013 og í 121. sæti á marslistanum fyrir þremur árum.
Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem hækkaði sig á listanum að þessu sinni. Danir standa í stað í 28. sætinu, Svíar fóru niður um eitt sæti og eru í 45. sæti, Norðmenn fóru niður um eitt sæti og sitja í 70. sæti, Finnar (78. sæti) duttu niður um fimm sæti og Færeyingar eru áfram í 105. sæti listans.
Ísland mætir Kasakstan í undankeppni EM 2016 í lok mars en það er fyrsti keppnisleikur íslenska liðsins á árinu 2015.
