Erlent

Hajj í Mekka: Tala látinna nú komin í 717

Atli ísleifsson skrifar
Rúmlega átta undruð manns eru særðir.
Rúmlega átta undruð manns eru særðir. Vísir/EPA
Talsmenn sádi-arabískra yfirvalda hafa nú staðfest að 717 pílagrímar hið minnsta séu látnir eftir að hafa troðist undir fyrir utan Mekka. 805 til víðbótar eru slasaðir.

Í frétt BBC segir að fólkið hafi látist í dalnum Mina sem er um fimm kílómetra austur af Mekka.

Hajj, trúarhátíð múslíma í Mekka stendur nú yfir og er búist við að um tvær milljónir pílagríma sæki Mina heim á næstu dögum.

Múslímar þurfa að fara í pílagrímsferð til Mekku, hinnar heilagrar borgar í Sádi-Arabíu og fæðingarborg Múhameðs spámanns, að minnsta kosti einu sinni á ævinni ef fjárhagur og heilsa leyfa.

Í borginni Mina eru þrjár súlur sem pílagrímarnir kasta steinum að til að minnast þess þegar djöfullinn freistaði Ísmaels og Abrahams.

107 manns fórust við undirbúning hajj-hátíðarinnar fyrr í mánuðinum þegar krani féll á fjölda fólks við stóru moskuna í Mekka.

BBC hefur tekið saman lista yfir mannskæðustu slysin í tengslum við hajj-hátíðina síðustu árin:



  • 2015: 107 manns fórust þegar byggingakrani féll við stóru moskuna í Mekka
  • 2006: 364 pílagrímar láta lífið í troðningi þegar steinum var kastað að súlunum í Mina
  • 1997: 343 pílagrímar láta lífið og 1.500 slasast í eldsvoða
  • 1994: 270 láta lífið í troðningi
  • 1990: 1,426 pílagrímar láta lífið í troðningi í göngum sem liggja að heilögustu stöðunum í Mekka
  • 1987: 400 manns farast í aðgerðum sádi-arabískra yfirvalda gegn mótmælendum

Tengdar fréttir

453 pílagrímar látnir í Mekka

Talsmenn sádi-arabískra yfirvalda hafa staðfest að 453 hafi látist eftir að hafa troðist undir fyrir utan Mekka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×