Skriftamál Samfylkingarinnar 1. mars 2016 07:00 Ef við misstígum okkur í eigin lífi, finnst okkur eðlilegt að játa þau mistök. Ef þau snerta aðra, að viðurkenna mistökin gagnvart viðkomandi. Þegar um er að ræða stjórnmálaflokk í vanda, er flókið að sammælast um hver mistökin séu. Skýrt er hins vegar, að ef um mistök er að ræða, þá snúa þau að almenningi, eru ekki einkamál örfárra, a.m.k. ekki hjá flokki sem vill vera fjöldahreyfing. Samfylkingin missti mikið fylgi í síðustu kosningum. Og þrátt fyrir ríkisstjórn sem gengur gróflega gegn almannahagsmunum, minnkar fylgið enn. Nauðsynlegt er að flokkurinn greini undirliggjandi orsakir. Hvaða mistök voru gerð? Hvað var á hans valdi? Formaðurinn Árni Páll Árnason fór þá óvenjulegu leið að gera sína greiningu á fylgistapinu opinbera með bréfi til allra flokksmanna og hefja fundaferð um landið, samræður við flokksmenn um vanda Samfylkingarinnar. Um einstök atriði greiningar Árna Páls má deila, en mörgum eins og mér var létt að málin skyldu sett upp á borðið og öllum boðið til opinnar umræðu. Samfylkingin var í blindgötu. Í stað þess að taka þessu fagnandi og ganga til rökræðu með félögum sínum, hafa sumir þeirra kvartað yfir því að ekki sé horft fram á við og lögð áhersla á okkar stefnumál. Vandinn er sá að þjóðin hefur takmarkaðan áhuga á Samfylkingunni og hennar stefnumálum. E.t.v. vegna þess hversu margt tókst ekki í framkvæmd þeirra á síðasta kjörtímabili, þrátt fyrir góðan árangur á mörgum sviðum. Jafnaðarmannaflokkar eiga í vanda víðast í Evrópu, eins og hefðbundnir flokkar almennt. Fylgi minnkar, félögum fækkar. Við sem teljum stjórnmálaflokka mikilvægar almannahreyfingar og jafnaðarstefnuna um jöfn tækifæri og réttlátt samfélag eiga brýnt erindi, eigum að taka boði Árna Páls með opnum huga og setjast á rökstóla um orsakir vanda Samfylkingarinnar og leiðir fram á við. Sá sem skilur ekki eigin fortíð, mun eiga erfitt með að fóta sig í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ef við misstígum okkur í eigin lífi, finnst okkur eðlilegt að játa þau mistök. Ef þau snerta aðra, að viðurkenna mistökin gagnvart viðkomandi. Þegar um er að ræða stjórnmálaflokk í vanda, er flókið að sammælast um hver mistökin séu. Skýrt er hins vegar, að ef um mistök er að ræða, þá snúa þau að almenningi, eru ekki einkamál örfárra, a.m.k. ekki hjá flokki sem vill vera fjöldahreyfing. Samfylkingin missti mikið fylgi í síðustu kosningum. Og þrátt fyrir ríkisstjórn sem gengur gróflega gegn almannahagsmunum, minnkar fylgið enn. Nauðsynlegt er að flokkurinn greini undirliggjandi orsakir. Hvaða mistök voru gerð? Hvað var á hans valdi? Formaðurinn Árni Páll Árnason fór þá óvenjulegu leið að gera sína greiningu á fylgistapinu opinbera með bréfi til allra flokksmanna og hefja fundaferð um landið, samræður við flokksmenn um vanda Samfylkingarinnar. Um einstök atriði greiningar Árna Páls má deila, en mörgum eins og mér var létt að málin skyldu sett upp á borðið og öllum boðið til opinnar umræðu. Samfylkingin var í blindgötu. Í stað þess að taka þessu fagnandi og ganga til rökræðu með félögum sínum, hafa sumir þeirra kvartað yfir því að ekki sé horft fram á við og lögð áhersla á okkar stefnumál. Vandinn er sá að þjóðin hefur takmarkaðan áhuga á Samfylkingunni og hennar stefnumálum. E.t.v. vegna þess hversu margt tókst ekki í framkvæmd þeirra á síðasta kjörtímabili, þrátt fyrir góðan árangur á mörgum sviðum. Jafnaðarmannaflokkar eiga í vanda víðast í Evrópu, eins og hefðbundnir flokkar almennt. Fylgi minnkar, félögum fækkar. Við sem teljum stjórnmálaflokka mikilvægar almannahreyfingar og jafnaðarstefnuna um jöfn tækifæri og réttlátt samfélag eiga brýnt erindi, eigum að taka boði Árna Páls með opnum huga og setjast á rökstóla um orsakir vanda Samfylkingarinnar og leiðir fram á við. Sá sem skilur ekki eigin fortíð, mun eiga erfitt með að fóta sig í framtíðinni.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar