Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2016 17:15 John Kerry og Mohammad Javad Zarif eyddu miklu púðri í að ná saman í sumar. Vísir/Getty Gert er ráð fyrir að Alþjóðaorkumálastofnunin gefi grænt ljós á það í dag að viðskiptaþvinganir sem í gildi hafa verið gegn Íran undanfarin tíu ár verði aflétt í dag. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og kollegi hans frá Íran, Mohammad Javad Zarif eru nú staddir í Vínarborg ásamt Federica Mogherini, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, þar sem þau muni tilkynna að Íran hafi fullnægt þeim skilyrðum sem sett voru fram í kjarnorkusamningi Írana við Bandaríkin sem gerður var í sumar.Sjá einnig: Samið við Írana: Sögulegt samkomulag og opnað á „nýjan kafla vonar“Viðskiptaþvinganirnar voru upphaflega settar á vegna þess að Íranir voru taldir vera nálægt því að framleiða kjarnorkuvopn. Með samningunum í sumar lofuðu Íranir því að draga úr kjarnorkuframleiðslu sinni svo að treysta mætti því að ríkið væri ekki að þróa kjarnorkuvopn gegn því að slakað yrði verulega á efnahagsþvingunum sem hafa hamlað þróun efnahags Íran undanfarin áratug.Sjá einnig: Bandarísku sjóliðunum í Íran sleppt Eftir að viðskiptaþvingunum verður aflétt getur Íran á nýjan leik tengst hinu alþjóðafjármálaumhverfi og erlend fyrirtæki, sem og írönsk, munu eiga auðveldara með að stunda viðskipti sín á milli. Íran mun einnig fá leyfi til þess að auka útflutning sinn á olíu um 500 þúsund tunnur og alls verða um 30 milljarðar dolllar í eigu íranskra aðila ekki lengur vera frystir af hálfu erlendra banka.Sjá einnig: Ákvæði í samningnum sem tryggja að Íranar svindli ekkiSamskipti Íran og Bandaríkjanna hafa batnað til muna í kjölfar þess að ríkin skrifuðu undir kjarnorkusamninginn í sumar en í dag skiptust ríkin á föngum. Fimm Bandaríkjamenn sem voru í haldi í Íran var sleppt og Bandaríkin náðuðu eða slepptu úr haldi sjö Írönum. Utanríkisráðherra Íran, Zarif, var mjög ánægður með að aflétta ætti viðskiptaþvingunum og sagði að dagurinn í dag væri bæði góður fyrir Íran og Mið-Austurlönd. Samningurinn sannaði það að hægt væri að leysa alvarleg vandamál með samskiptum frekar en þrýstingi og hótunum. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Gert er ráð fyrir að Alþjóðaorkumálastofnunin gefi grænt ljós á það í dag að viðskiptaþvinganir sem í gildi hafa verið gegn Íran undanfarin tíu ár verði aflétt í dag. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og kollegi hans frá Íran, Mohammad Javad Zarif eru nú staddir í Vínarborg ásamt Federica Mogherini, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, þar sem þau muni tilkynna að Íran hafi fullnægt þeim skilyrðum sem sett voru fram í kjarnorkusamningi Írana við Bandaríkin sem gerður var í sumar.Sjá einnig: Samið við Írana: Sögulegt samkomulag og opnað á „nýjan kafla vonar“Viðskiptaþvinganirnar voru upphaflega settar á vegna þess að Íranir voru taldir vera nálægt því að framleiða kjarnorkuvopn. Með samningunum í sumar lofuðu Íranir því að draga úr kjarnorkuframleiðslu sinni svo að treysta mætti því að ríkið væri ekki að þróa kjarnorkuvopn gegn því að slakað yrði verulega á efnahagsþvingunum sem hafa hamlað þróun efnahags Íran undanfarin áratug.Sjá einnig: Bandarísku sjóliðunum í Íran sleppt Eftir að viðskiptaþvingunum verður aflétt getur Íran á nýjan leik tengst hinu alþjóðafjármálaumhverfi og erlend fyrirtæki, sem og írönsk, munu eiga auðveldara með að stunda viðskipti sín á milli. Íran mun einnig fá leyfi til þess að auka útflutning sinn á olíu um 500 þúsund tunnur og alls verða um 30 milljarðar dolllar í eigu íranskra aðila ekki lengur vera frystir af hálfu erlendra banka.Sjá einnig: Ákvæði í samningnum sem tryggja að Íranar svindli ekkiSamskipti Íran og Bandaríkjanna hafa batnað til muna í kjölfar þess að ríkin skrifuðu undir kjarnorkusamninginn í sumar en í dag skiptust ríkin á föngum. Fimm Bandaríkjamenn sem voru í haldi í Íran var sleppt og Bandaríkin náðuðu eða slepptu úr haldi sjö Írönum. Utanríkisráðherra Íran, Zarif, var mjög ánægður með að aflétta ætti viðskiptaþvingunum og sagði að dagurinn í dag væri bæði góður fyrir Íran og Mið-Austurlönd. Samningurinn sannaði það að hægt væri að leysa alvarleg vandamál með samskiptum frekar en þrýstingi og hótunum.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira