Óvíst hvort forsetinn myndi sitja í fjögur ár til viðbótar Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. apríl 2016 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands Óvíst er hvort Ólafur Ragnar Grímsson myndi sitja í embætti forseta næstu fjögur árin, jafnvel þótt hann yrði endurkjörinn í sumar. Hann tilkynnti í gær að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta að nýju en hann hafði áður sagt, í nýársávarpi sínu, að hann myndi láta af embætti í sumar. Hann segist með þessu vera að bregðast við áskorun frá breiðri fylkingu manna sem hafi skorað á hann að gefa kost á sér aftur. „Aðalatriðið í þessari stöðu er að við stöndum frammi fyrir miklum vanda. Af hverju haldið þið að þúsundir manna hafi verið fyrir framan Alþingi? Af hverju haldið þið að forsætisráðherrann hafi sagt af sér?“ spurði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þegar hann rökstuddi ákvörðun sína á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær „Ef málin skipast þannig á næstu misserum eða árum að allt verður komið í ró og spekt og hugur þjóðarinnar er þannig stemmdur að fólk sé tilbúið að ganga til forsetakosninga fyrr en ella þá mun ekki standa á mér í þeim efnum. En ég hef ekki tekið neinar ákvarðanir í þeim efnum,“ sagði Ólafur Ragnar á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær. „Þessi ákvörðun hefur verið svona í hægri fæðingu, kannski síðustu þrjá, fjóra sólarhringana,“ sagði forsetinn. Hann hefði áttað sig á því að hann yrði að bregðast við þeirri hvatningu sem hann hefði fengið. „Fram að þeim tíma hlustaði ég á það, velti því fyrir mér og taldi ekki að ég yrði að fara að bregðast við þeim. Síðan var þunginn orðinn með þeim hætti að ég taldi stöðuna vera þannig að ég yrði að taka á því.“ Ólafur Ragnar sagði að traust skorti í samfélaginu. „Það er ekki öryggistilfinning. Það er mikil óvissa. Það er skortur á heillavænlegri sambúð þings og þjóðar. Fólkið í landinu sér sig tilknúið að rísa upp hvað eftir annað og fjölmenna á Austurvöll, dag eftir dag. Hér fyrr á árum liðu oft mörg ár, jafnvel áratugir, milli þess sem fólk fór á Austurvöll til þess að mótmæla. Og það er í þessu ástandi sem gerð er krafan um það að ég víki ekki af velli, að ég standi þessa vakt áfram. Það er kjarninn í minni afstöðu,“ sagði Ólafur Ragnar. Í yfirlýsingunni sagði forsetinn öldur mótmæla sýna að ástandið á Íslandi væri mjög viðkvæmt. Það væri í þessu umróti óvissu og mótmæla sem fjöldi fólks víða úr samfélaginu hefði skorað á hann að gefa kost á sér á ný. Hann minnti á að ákveðið hefði verið að flýta þingkosningum og að sú staða gæti komið upp að loknum kosningum að erfitt yrði að mynda ríkisstjórn. „Og þá er stjórnskipun íslenska lýðveldisins þannig að það er ekki Alþingi sem ber ábyrgð á því hvort landið verður stjórnlaust eða ekki við þær aðstæður. Það er forsetinn.“ „Ég er nú ekkert kominn svo langt að vera farinn að velta kosningabaráttu fyrir mér. Síðast þegar ég fór í framboð þá borgaði ég nú sjálfur verulegan hluta af þeim kostnaði. Ég ætla mér nú ekki að heyja einhverja dýra kosningabaráttu,“ sagði Ólafur Ragnar spurður um það hvernig hann myndi fjármagna kosningabaráttu sína. Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22 Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01 Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Ólafur Ragnar Grímsson boðar til blaðamannafundar í dag Ekki er vitað hvert tilefnið er. 18. apríl 2016 10:46 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Sjá meira
Óvíst er hvort Ólafur Ragnar Grímsson myndi sitja í embætti forseta næstu fjögur árin, jafnvel þótt hann yrði endurkjörinn í sumar. Hann tilkynnti í gær að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta að nýju en hann hafði áður sagt, í nýársávarpi sínu, að hann myndi láta af embætti í sumar. Hann segist með þessu vera að bregðast við áskorun frá breiðri fylkingu manna sem hafi skorað á hann að gefa kost á sér aftur. „Aðalatriðið í þessari stöðu er að við stöndum frammi fyrir miklum vanda. Af hverju haldið þið að þúsundir manna hafi verið fyrir framan Alþingi? Af hverju haldið þið að forsætisráðherrann hafi sagt af sér?“ spurði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þegar hann rökstuddi ákvörðun sína á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær „Ef málin skipast þannig á næstu misserum eða árum að allt verður komið í ró og spekt og hugur þjóðarinnar er þannig stemmdur að fólk sé tilbúið að ganga til forsetakosninga fyrr en ella þá mun ekki standa á mér í þeim efnum. En ég hef ekki tekið neinar ákvarðanir í þeim efnum,“ sagði Ólafur Ragnar á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær. „Þessi ákvörðun hefur verið svona í hægri fæðingu, kannski síðustu þrjá, fjóra sólarhringana,“ sagði forsetinn. Hann hefði áttað sig á því að hann yrði að bregðast við þeirri hvatningu sem hann hefði fengið. „Fram að þeim tíma hlustaði ég á það, velti því fyrir mér og taldi ekki að ég yrði að fara að bregðast við þeim. Síðan var þunginn orðinn með þeim hætti að ég taldi stöðuna vera þannig að ég yrði að taka á því.“ Ólafur Ragnar sagði að traust skorti í samfélaginu. „Það er ekki öryggistilfinning. Það er mikil óvissa. Það er skortur á heillavænlegri sambúð þings og þjóðar. Fólkið í landinu sér sig tilknúið að rísa upp hvað eftir annað og fjölmenna á Austurvöll, dag eftir dag. Hér fyrr á árum liðu oft mörg ár, jafnvel áratugir, milli þess sem fólk fór á Austurvöll til þess að mótmæla. Og það er í þessu ástandi sem gerð er krafan um það að ég víki ekki af velli, að ég standi þessa vakt áfram. Það er kjarninn í minni afstöðu,“ sagði Ólafur Ragnar. Í yfirlýsingunni sagði forsetinn öldur mótmæla sýna að ástandið á Íslandi væri mjög viðkvæmt. Það væri í þessu umróti óvissu og mótmæla sem fjöldi fólks víða úr samfélaginu hefði skorað á hann að gefa kost á sér á ný. Hann minnti á að ákveðið hefði verið að flýta þingkosningum og að sú staða gæti komið upp að loknum kosningum að erfitt yrði að mynda ríkisstjórn. „Og þá er stjórnskipun íslenska lýðveldisins þannig að það er ekki Alþingi sem ber ábyrgð á því hvort landið verður stjórnlaust eða ekki við þær aðstæður. Það er forsetinn.“ „Ég er nú ekkert kominn svo langt að vera farinn að velta kosningabaráttu fyrir mér. Síðast þegar ég fór í framboð þá borgaði ég nú sjálfur verulegan hluta af þeim kostnaði. Ég ætla mér nú ekki að heyja einhverja dýra kosningabaráttu,“ sagði Ólafur Ragnar spurður um það hvernig hann myndi fjármagna kosningabaráttu sína.
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22 Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01 Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Ólafur Ragnar Grímsson boðar til blaðamannafundar í dag Ekki er vitað hvert tilefnið er. 18. apríl 2016 10:46 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Sjá meira
Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22
Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01
Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15
Ólafur Ragnar Grímsson boðar til blaðamannafundar í dag Ekki er vitað hvert tilefnið er. 18. apríl 2016 10:46