Ferðamannastaðir byggðir upp á Reykjanesi Svavar Hávarðsson skrifar 28. júní 2016 00:01 Á meðal verkefna er uppbygging við Gunnuhver á Reykjanesi. Fréttablaðið/GVA Bláa lónið, HS Orka og Reykjanes UNESCO Global Geopark hafa gert með sér samkomulag vegna uppbyggingar ferðamannastaða á Reykjanesi. Bláa lónið og HS Orka munu leggja til samtals 20 milljónir króna á þremur árum til verkefnisins. Reykjanes UNESCO Global Geopark mun nýta fjármagnið til framkvæmda við veg og bílastæði við Gunnuhver, bílastæði við Reykjanesvita og byggingu nýs áningarstaðar við Brimketil. Verkefnin hafa auk þess fengið stuðning úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Fyrirtækin eru stofnaðilar að Reykjanes UNESCO Global Geopark og taka sem slík þátt í rekstri og uppbyggingu ferðamannastaða á Reykjanesi. Fyrirtækin vilja auka stuðning sinn við uppbyggingu ferðamannastaða á næstu þremur árum, enda segir í tilkynningu að það sé sameiginlegur hagur allra sem að verkefninu koma að stuðla að aukinni þekkingu á Reykjanesi og vekja áhuga á jarðfræðilegri sérstöðu þess í alþjóðlegu samhengi. HS Orka mun einnig bæta aðgengi að og veita upplýsingar um gönguleiðir í Eldvörpum, samhliða framkvæmdum á því svæði. Róbert Ragnarsson, formaður stjórnar Reykjanes UNESCO Global Geopark og bæjarstjóri í Grindavík, segir það vera einstakt að fyrirtæki komi með svo öflugum hætti að uppbyggingu innviða. Hann segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fyrirtækin starfi saman að umhverfisverkefnum, en Bláa lónið og HS Orka ásamt Grindavíkurbæ kostuðu einnig gerð göngustígs sem liggur frá Grindavík. Þá lagði Bláa lónið 40 milljónir króna til uppbyggingar golfvallarins í Grindavík á móti 10 milljóna króna framlagi Grindavíkurbæjar. Reykjanes UNESCO Global Geopark vinnur hönnun og útfærslu verkefnanna og framkvæmd og verkefnastjórn í samstarfi við viðkomandi sveitarfélög. Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Bláa lónið, HS Orka og Reykjanes UNESCO Global Geopark hafa gert með sér samkomulag vegna uppbyggingar ferðamannastaða á Reykjanesi. Bláa lónið og HS Orka munu leggja til samtals 20 milljónir króna á þremur árum til verkefnisins. Reykjanes UNESCO Global Geopark mun nýta fjármagnið til framkvæmda við veg og bílastæði við Gunnuhver, bílastæði við Reykjanesvita og byggingu nýs áningarstaðar við Brimketil. Verkefnin hafa auk þess fengið stuðning úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Fyrirtækin eru stofnaðilar að Reykjanes UNESCO Global Geopark og taka sem slík þátt í rekstri og uppbyggingu ferðamannastaða á Reykjanesi. Fyrirtækin vilja auka stuðning sinn við uppbyggingu ferðamannastaða á næstu þremur árum, enda segir í tilkynningu að það sé sameiginlegur hagur allra sem að verkefninu koma að stuðla að aukinni þekkingu á Reykjanesi og vekja áhuga á jarðfræðilegri sérstöðu þess í alþjóðlegu samhengi. HS Orka mun einnig bæta aðgengi að og veita upplýsingar um gönguleiðir í Eldvörpum, samhliða framkvæmdum á því svæði. Róbert Ragnarsson, formaður stjórnar Reykjanes UNESCO Global Geopark og bæjarstjóri í Grindavík, segir það vera einstakt að fyrirtæki komi með svo öflugum hætti að uppbyggingu innviða. Hann segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fyrirtækin starfi saman að umhverfisverkefnum, en Bláa lónið og HS Orka ásamt Grindavíkurbæ kostuðu einnig gerð göngustígs sem liggur frá Grindavík. Þá lagði Bláa lónið 40 milljónir króna til uppbyggingar golfvallarins í Grindavík á móti 10 milljóna króna framlagi Grindavíkurbæjar. Reykjanes UNESCO Global Geopark vinnur hönnun og útfærslu verkefnanna og framkvæmd og verkefnastjórn í samstarfi við viðkomandi sveitarfélög.
Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira