Enski boltinn

Tengdasonur Íslands til West Ham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Havard í leik með Borussia.
Havard í leik með Borussia. vísir/getty
West Ham hefur gengið frá samningum við norska landsliðsmanninn Havard Nordtveit, en hann kemur til West Ham frá Borussina Mönchengladbach þar sem hann rann út á samningi.

Þessi 25 ára gamli fyrrum leikmaður Arsenal gekk í raðir þýska liðsins í desember 2010, en hann hefur nú skrifað undir fimm ára samning við Hamrana.

Það sem fæstir vita er að Nordtveit á íslenska konu, en hún er ættuð frá Húsavík og Neskaupsstað. Hann segir að það hafi alltaf verið draumur að spila á Englandi.

„Það hefur alltaf verið draumur minn að spila í ensku úrvalsdeildinni og nú hef ég stórt tækifæri til þess,” sagði Norðmaðurinn.

Nordtveit hefur spilað 28 landsleiki frá því hann spilaði sinn fyrsta landsleik 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×