Viðskipti innlent

Já opnar vefverslun

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hægt verður að versla fjölbreyttar vörur inn á Já.is.
Hægt verður að versla fjölbreyttar vörur inn á Já.is. Mynd/Já
„Við erum að byggja þetta á konsepti sem heitir click and collect og er útbreitt erlendis. Þetta heitir Já takk! Smella og sækja. Notendur ganga frá kaupum á vefnum, fá sent til sín inneignarbréf með tölvupósti og sækja svo vöruna til söluaðila,“ segir Margrét Gunnlaugsdóttir vöru- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Já.

Já.is opnar fyrir viðskipti á vef sínum í dag. Um er að ræða viðskiptalausn sem þróuð var í samstarfi við Valitor. 

Margrét Gunnlaugsdóttir.
„Söluaðilar geta sett valdar vörur og þjónustu, það geta verið vörur á fullu verði eða tilboði og geta vörurnar verið í boði í takmarkaðan tíma eða lengur. Það er undir söluaðilanum komið hvort hann verður með nokkrar vörur eða fleiri.

Fjölbreytnin í vörum er jafn mikil og fyrirtækin á skrá hjá okkur. Það er komið mjög mikið af snyrtivörum og gjafavöru, fatnaði og fleiru og svo eigum við von á fjölbreyttum vörum. Þetta er eins og splunkunýr Já.is, við erum að bjóða áfram að auðvelda leitina og nú að auðvelda kaupin," segir Margrét.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×