Innlent

Aðeins ein ljósmóðir í föstu starfi á Vestfjörðum

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Aðeins ein ljósmóðir er í föstu starfi á Vestfjörðum og eru verðandi mæður sendar til Reykjavíkur í ómskoðun.

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er sinnt meðgöngueftirliti og fæðingarþjónustu fyrir allan landsfjórðunginn. Samt sem áður er einungis ein ljósmóðir starfandi á sjúkrahúsinu en árið 2009 voru þær þrjár. Afleysing er fengin fyrir þessa einu ljósmóður þegar hún þarf frí.

Hörður Högnason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, segir að fæðingum á Vestfjörðum hafi fækkað á undanförnum árum. „Einhvern tímann hlýtur að verða tekið á því hvaða grensu þarf að hafa til að viðhalda fæðingarþjónustu. Hún hangir saman við svo marga aðra þjónustu. Ef það er ekki skurðstofuþjónusta þá er ekki fæðingarþjónusta, ef það er ekki rannsóknarstofa á bakvakt þá er ekki skurðþjónusta og þá er ekki fæðingarþjónusta. Þetta hangir allt saman og er oft svolítið krítískt á minni stofnunum,“ segir Hörður.

Vegna þessa þurfa konur í auknum mæli að fara suður til Reykjavíkur í ómskoðun með tilheyrandi óþægindum og kostnaði. Af því að ljósmæður sem sinna ómskoðunum þurfa mikla og góða þjálfun.

„Ljósmóðir hér yrði ekki með nægilega margar konur til að hún gæti haldið sér íþjálfun. Þannig að viðþurfum að fá fólk að. Það er ekki á hverju strái og er háðþví hvort það hafi tíma eða vilja til að koma hingað vestur til aðómskoða,“ segir Hörður.

Hann bendir einnig á að ef flug fellur niður þann dag sem ljósmóðir ætlar að koma vestur þá geti liðið langur tími þar til hún kemur næst. En til viðbótar við erfiðleika við að finna afleysingu séómskoðunartækiðá sjúkrahúsinu ogðið gamalt og lélegt og mikil þörf á endurnýjun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×