Innlent

Bangsinn Blær flaug til Garðabæjar með þyrlu Landhelgisgæslunnar

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Tvö hundruð leikskólabörn tóku á móti bangsanum Blæ þegar hann lenti ásamt hjálparhellum sínum  á Vífilstaðatúni með þyrlu Landhelgisgæslunnar í morgun. Bangsinn er hluti af átaksverkefni Barnaheilla gegn einelti, sem um 20 prósent íslenskra leikskóla taka nú þátt í.

Vináttuverkefnið er danskt að uppruna og byggir á nýjustu rannsóknum á einelti. Ferðalag bangsans gekk vel þó að það hafi verið ansi hvasst, en vináttan spyr ekki um veður og krakkarnir tóku hress á móti Blæ þegar þyrlan lenti á Vífilstaðatúni, eins og sjá má í spilaranum hér að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×