Erlent

Ótrúleg skilvirkni gatnargerðarmanna í Japan

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það tók aðeins tvo daga að lagfæra skemmdirnar sem urðu þegar holan myndaðist.
Það tók aðeins tvo daga að lagfæra skemmdirnar sem urðu þegar holan myndaðist. Vísir/AFP
Það tók gatnargerðamenn í japönsku borginni Fukuoka aðeins tvo daga að lagfæra gatnamót þar í borg eftir að gríðarstór hola (e. sinkhole) myndaðist undir götunni. Holan var um 30 metra breið og 15 metra djúp en nú sjást engin ummerki eftir holuna.

Starfsmenn unnu dag og nótt við að fylla upp í holuna og lagfæra gatnamótin og tók það aðeins tvo daga. Holan myndaðist þann 8. nóvember síðastliðinn og var opnaður aftur í dag eftir að heilbrigðis- og öryggisyfirvöld mátu gatnamótin örugg fyrir vegfarendur.

Líkt og sjá má á myndinni hér fyrir ofan þurfti að lagfæra ýmislegt sem skemmdist í jarðsiginu, þar á meðal rafmagnslínur, skólplagnir og auðvitað malbikið sjálft. Enginn slasaðist þegar holan myndaðist en talið er að hún hafi orðið til vegna vinnu við neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar.

Borgarstjóri Fukuoka segir að gatnamótin og jörðin þar í kring séu nú þrjátíu sinnum traustari en áður og að sérstök nefnd sérfræðinga muni nú koma saman til að negla niður hvað nákvæmlega hafi orsakað jarðsigið.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×