Good Morning America náði einstökum myndum á Breiðamerkurjökli Birgir Olgeirsson skrifar 6. janúar 2016 14:17 Breiðamerkurjökull hefur hörfað um átta kílómetra á rúmlega einni öld og nýtti Good Morning America jökulinn sem dæmi um áhrif hnattrænnar hlýnunar á jökla. Vísir/ABC Fréttateymi bandaríska sjónvarpsþáttarins Good Morning America var með beina útsendingu frá Breiðamerkurjökli í dag þar sem dróna var flogið ofan í íshelli. Nefndist innslagið „Into the Ice“ þar sem ætlunin var að sýna fegurð jökulsins en um leið þau grafalvarlegu áhrif sem hnattræn hlýnun hefur á jökla.Töluvert umstang var vegna útsendingarinnar frá jöklinum. Uppsetningin tók þrjá daga þar sem tólf manna teymi lagði 1,2 kílómetra af kapli og þurfti að ganga um fjörutíu mínútur með útsendingarbúnaðinn svo þessi beina útsending gæti orðið að veruleika.ABC Breaking News | Latest News VideosJarðeðlisfræðingurinn Helgi Björnsson segir í samtali við Vísi að Breiðamerkurjökull henti fullkomlega til að sýna fram á hve mikið jöklar hafa bráðnað undanfarna áratugi vegna hnattrænnar hlýnunar. „Á rúmlega einni öld hefur jökullinn hörfað um átta kílómetra og það er komið þarna 25 ferkílómetra lón undan jöklinum sem ekki sást neitt í árið 1934. Þannig að þetta eru mjög hraðar breytingar,“ segir Helgi. Jökullinn nær alveg niður að sjávarmáli og sjást breytingarnar á honum frá þjóðveginum.ABC Breaking News | Latest News Videos„Þú þarft ekki að fara til Suðurskautslandsins eða Grænlands. Þú ferð bara til Íslands og keyrir eftir þjóðveginum. Þannig að þetta er alveg einstakur staður og því ekki skrýtið að þau skuli koma hingað til að lýsa þessu svona fyrir fólki á svo auðveldan hátt,“ segir Helgi. Með bráðnun jökla hækkar yfirborð sjávarmáls sem ógnar byggðum við strandlengju og var það sérstaklega nefnt í umfjöllun Good Morning America að slíkt muni hafa töluverð áhrif á byggð í Flórída í Bandaríkjunum.Teymið sem kom að beinu útsendingunni.„Þessi þróun er áhyggjumál fyrir alla jarðarbúa. Það hækkar í sjávarmálinu og hafið mun ná lengra inn á land og þeir eru náttúrlega hræddir við það í Flórída. En þetta mun hafa áhrif víða, til að mynda á suður Indlandi og norður Evrópu, svo sem Hollandi og fleiri stöðum,“ segir Helgi. Þessi þróun var rædd í þaula á loftslagsráðstefnunni í París í síðasta mánuði og mun áhugi manna á þróun jökla hér á landi ekki minnka eftir þá ráðstefnu að mati Helga. Fréttateymi hafi áður fjallað um jökla Íslands og Helgi spáir því að komur erlendra fjölmiðla hingað til lands verði mun fleiri á komandi ári en áður hefur verið. ABC Breaking News | Latest News Videos Tengdar fréttir Good Morning America með beina útsendingu innan úr jökli á Íslandi Ætla að sýna áhrif hnattrænnar hlýnuna á jökla. 5. janúar 2016 15:52 Good Morning America í beinni útsendingu frá Holuhrauni Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að Íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 07:28 Allt að sex milljónir fylgdust með beinni útsendingu frá Holuhrauni Bandarískir áhorfendur fylgdust heillaðir með á meðan dróni var notaður til að fljúga yfir eldstöðina en margir þeirra voru að sjá myndir af Íslandi í fyrsta sinn. 3. febrúar 2015 20:15 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Fréttateymi bandaríska sjónvarpsþáttarins Good Morning America var með beina útsendingu frá Breiðamerkurjökli í dag þar sem dróna var flogið ofan í íshelli. Nefndist innslagið „Into the Ice“ þar sem ætlunin var að sýna fegurð jökulsins en um leið þau grafalvarlegu áhrif sem hnattræn hlýnun hefur á jökla.Töluvert umstang var vegna útsendingarinnar frá jöklinum. Uppsetningin tók þrjá daga þar sem tólf manna teymi lagði 1,2 kílómetra af kapli og þurfti að ganga um fjörutíu mínútur með útsendingarbúnaðinn svo þessi beina útsending gæti orðið að veruleika.ABC Breaking News | Latest News VideosJarðeðlisfræðingurinn Helgi Björnsson segir í samtali við Vísi að Breiðamerkurjökull henti fullkomlega til að sýna fram á hve mikið jöklar hafa bráðnað undanfarna áratugi vegna hnattrænnar hlýnunar. „Á rúmlega einni öld hefur jökullinn hörfað um átta kílómetra og það er komið þarna 25 ferkílómetra lón undan jöklinum sem ekki sást neitt í árið 1934. Þannig að þetta eru mjög hraðar breytingar,“ segir Helgi. Jökullinn nær alveg niður að sjávarmáli og sjást breytingarnar á honum frá þjóðveginum.ABC Breaking News | Latest News Videos„Þú þarft ekki að fara til Suðurskautslandsins eða Grænlands. Þú ferð bara til Íslands og keyrir eftir þjóðveginum. Þannig að þetta er alveg einstakur staður og því ekki skrýtið að þau skuli koma hingað til að lýsa þessu svona fyrir fólki á svo auðveldan hátt,“ segir Helgi. Með bráðnun jökla hækkar yfirborð sjávarmáls sem ógnar byggðum við strandlengju og var það sérstaklega nefnt í umfjöllun Good Morning America að slíkt muni hafa töluverð áhrif á byggð í Flórída í Bandaríkjunum.Teymið sem kom að beinu útsendingunni.„Þessi þróun er áhyggjumál fyrir alla jarðarbúa. Það hækkar í sjávarmálinu og hafið mun ná lengra inn á land og þeir eru náttúrlega hræddir við það í Flórída. En þetta mun hafa áhrif víða, til að mynda á suður Indlandi og norður Evrópu, svo sem Hollandi og fleiri stöðum,“ segir Helgi. Þessi þróun var rædd í þaula á loftslagsráðstefnunni í París í síðasta mánuði og mun áhugi manna á þróun jökla hér á landi ekki minnka eftir þá ráðstefnu að mati Helga. Fréttateymi hafi áður fjallað um jökla Íslands og Helgi spáir því að komur erlendra fjölmiðla hingað til lands verði mun fleiri á komandi ári en áður hefur verið. ABC Breaking News | Latest News Videos
Tengdar fréttir Good Morning America með beina útsendingu innan úr jökli á Íslandi Ætla að sýna áhrif hnattrænnar hlýnuna á jökla. 5. janúar 2016 15:52 Good Morning America í beinni útsendingu frá Holuhrauni Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að Íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 07:28 Allt að sex milljónir fylgdust með beinni útsendingu frá Holuhrauni Bandarískir áhorfendur fylgdust heillaðir með á meðan dróni var notaður til að fljúga yfir eldstöðina en margir þeirra voru að sjá myndir af Íslandi í fyrsta sinn. 3. febrúar 2015 20:15 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Good Morning America með beina útsendingu innan úr jökli á Íslandi Ætla að sýna áhrif hnattrænnar hlýnuna á jökla. 5. janúar 2016 15:52
Good Morning America í beinni útsendingu frá Holuhrauni Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að Íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 07:28
Allt að sex milljónir fylgdust með beinni útsendingu frá Holuhrauni Bandarískir áhorfendur fylgdust heillaðir með á meðan dróni var notaður til að fljúga yfir eldstöðina en margir þeirra voru að sjá myndir af Íslandi í fyrsta sinn. 3. febrúar 2015 20:15