Íslenska fótboltalandsliðið aftur það besta á Norðurlöndum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2016 12:00 Íslensku strákarnir fagna hér sæti á EM. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður besta knattspyrnulandslið Norðurlandanna á ný þegar næsti FIFA-listinn verður gefinn út í næstu viku. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur nú reiknað út efstu 60 sætin á listanum sem Alþjóðaknattspyrnusambandið mun gera opinberann 7. apríl næstkomandi. Íslenska karlalandsliðið var í 38. sæti á síðasta lista FIFA sem kom út 3. mars síðastliðinn en mun hækka um þrjú sæti á nýjum lista og verður í 35.sæti. Íslenska liðið tapaði 2-1 fyrir Dönum en vann 3-2 sigur á Grikklandi frá því að listinn var síðast tekinn saman. Landar Lars Lagerbäck í Svíþjóð voru fjórum sætum ofar en Ísland á marslistanum en þeir detta niður um tvö sæti og eru núna í 36.sæti eða einu sæti neðar en Ísland. Danir voru í 40. sætinu á listanum í mars en lækka um sæti þrátt fyrir sigurinn á Íslendingum. Danir töpuðu á móti Skotlandi í hinum leik sínum í þessu landsleikjahléi. Ísland var síðast best á Norðurlöndum á listanum sem var gefinn út nóvember 2015 en þá var Ísland í 31.sæti , fjórum sætum á undan Dönum sem voru næstir. Svíar voru þá komnir niður í 45. Sæti en þeir hækkuðu sig um tíu sæti á næsta lista á eftir og hafa verið efstir á Norðurlöndum undanfarna fjóra mánuði. Ísland var einnig með besta landslið Norðurlanda í júlí, ágúst og október í fyrra sem og í október árið 2014. Argentína tekur fyrsta sætið af Belgíu á FIFA-listanum sem verður gefinn út á fimmtudaginn og bæði Síle og Kólumbía komast fyrir Spán og Þýskaland. Brasilíumenn lækka um eitt sæti og er núna í sjöunda sæti listans.Byrjunarliðið í Danaleiknum.Vísir/GettyComo os habéis portado muy bien, os voy a regalar el TOP-60 del próximo Ranking FIFA q se publicará el 7-Abril ;-) pic.twitter.com/FLrnHbfoSX— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) April 1, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður besta knattspyrnulandslið Norðurlandanna á ný þegar næsti FIFA-listinn verður gefinn út í næstu viku. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur nú reiknað út efstu 60 sætin á listanum sem Alþjóðaknattspyrnusambandið mun gera opinberann 7. apríl næstkomandi. Íslenska karlalandsliðið var í 38. sæti á síðasta lista FIFA sem kom út 3. mars síðastliðinn en mun hækka um þrjú sæti á nýjum lista og verður í 35.sæti. Íslenska liðið tapaði 2-1 fyrir Dönum en vann 3-2 sigur á Grikklandi frá því að listinn var síðast tekinn saman. Landar Lars Lagerbäck í Svíþjóð voru fjórum sætum ofar en Ísland á marslistanum en þeir detta niður um tvö sæti og eru núna í 36.sæti eða einu sæti neðar en Ísland. Danir voru í 40. sætinu á listanum í mars en lækka um sæti þrátt fyrir sigurinn á Íslendingum. Danir töpuðu á móti Skotlandi í hinum leik sínum í þessu landsleikjahléi. Ísland var síðast best á Norðurlöndum á listanum sem var gefinn út nóvember 2015 en þá var Ísland í 31.sæti , fjórum sætum á undan Dönum sem voru næstir. Svíar voru þá komnir niður í 45. Sæti en þeir hækkuðu sig um tíu sæti á næsta lista á eftir og hafa verið efstir á Norðurlöndum undanfarna fjóra mánuði. Ísland var einnig með besta landslið Norðurlanda í júlí, ágúst og október í fyrra sem og í október árið 2014. Argentína tekur fyrsta sætið af Belgíu á FIFA-listanum sem verður gefinn út á fimmtudaginn og bæði Síle og Kólumbía komast fyrir Spán og Þýskaland. Brasilíumenn lækka um eitt sæti og er núna í sjöunda sæti listans.Byrjunarliðið í Danaleiknum.Vísir/GettyComo os habéis portado muy bien, os voy a regalar el TOP-60 del próximo Ranking FIFA q se publicará el 7-Abril ;-) pic.twitter.com/FLrnHbfoSX— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) April 1, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Sjá meira