Starfsmönnum ríkisskattstjóra hótað vegna fyrirspurna Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. maí 2016 18:45 Dæmi eru um að starfsfólki embættis ríkisskattstjóra hafi verið hótað persónulega vegna fyrirspurna um aflandsfélög. Embætti ríkisskattstjóra hefur opnað 180 mál vegna endurálagningar skatta á grundelli upplýsinga um aflandsfélög Íslendinga í skattaskjólum. Starfsmenn ríkisskattstjóra urðu þess áskynja skömmu eftir síðustu aldarmót að Íslendingar ættu auknum mæli aflandsfélög í skattaskjólum. Hluti framteljenda sem áttu eignir í slíkum félögum uppfyllti lögbundnar skyldur sínar með því að gera grein fyrir eignarhaldinu og þeim tekjum sem stöfuðu af slíkum eignum og stóðu þannig skil á skattgreiðslum sínum. Flestir sáu þó enga ástæðu til að geta um þessar eignir. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að erfiðlega hafi gengið að afla upplýsinga um þessi félög. Stundum hafi starfsmönnum embættisins jafnvel verið hótað vegna fyrirspurna um þau. Skúli segist hafa fullan skilning á því að menn grípi til varna og klóri í bakkann þegar fyrirspurnir séu annars vegar. „En það er gengið dálítið langt þegar að starfsmönnum er hótað því að þeir verði dregnir til persónulegrar ábyrgðar vegna starfa sinna hérna hjá embættinu. Það eru hreinar og klárar hótanir sem ekki er nokkur lagalegur grundvöllur fyrir enda er hér unnið samkvæmt lögum,“ segir Skúli. Hann segir að þetta gerist af og til en upp á síðkastið hafi þetta komið oftar fyrir. Það er ekki fyrr en nú eftir Panama lekann og gögnin sem keypt voru af erlendum huldumanni á jafnvirði 37 milljóna króna sem skattyfirvöld hafi betri yfirsýn yfir eignir Íslendinga í skattaskjólum. Skúli segir að gögnin úr Panamaskjölunum séu mjög svipuð þeim gögnum sem keypt voru. „Það virðist vera að þessi keyptu gögn séu eitthvað eldri en þau gögn sem eru að koma fram úr þessum leka núna en að hluta til eru þetta sömu aðilarnir.“ Embætti ríkisskattstjóra hefur opnað 180 mál vegna endurálagningar skatta á grundvelli gagna sem voru keypt og gagna úr Panama-lekanum. Þessi tala muni hækka. „Þannig að það verða eitthvað tvö til þrjú hundruð mál sem við munum opna núna á næstu vikum og mánuðum,“ segir Skúli. Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Dæmi eru um að starfsfólki embættis ríkisskattstjóra hafi verið hótað persónulega vegna fyrirspurna um aflandsfélög. Embætti ríkisskattstjóra hefur opnað 180 mál vegna endurálagningar skatta á grundelli upplýsinga um aflandsfélög Íslendinga í skattaskjólum. Starfsmenn ríkisskattstjóra urðu þess áskynja skömmu eftir síðustu aldarmót að Íslendingar ættu auknum mæli aflandsfélög í skattaskjólum. Hluti framteljenda sem áttu eignir í slíkum félögum uppfyllti lögbundnar skyldur sínar með því að gera grein fyrir eignarhaldinu og þeim tekjum sem stöfuðu af slíkum eignum og stóðu þannig skil á skattgreiðslum sínum. Flestir sáu þó enga ástæðu til að geta um þessar eignir. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að erfiðlega hafi gengið að afla upplýsinga um þessi félög. Stundum hafi starfsmönnum embættisins jafnvel verið hótað vegna fyrirspurna um þau. Skúli segist hafa fullan skilning á því að menn grípi til varna og klóri í bakkann þegar fyrirspurnir séu annars vegar. „En það er gengið dálítið langt þegar að starfsmönnum er hótað því að þeir verði dregnir til persónulegrar ábyrgðar vegna starfa sinna hérna hjá embættinu. Það eru hreinar og klárar hótanir sem ekki er nokkur lagalegur grundvöllur fyrir enda er hér unnið samkvæmt lögum,“ segir Skúli. Hann segir að þetta gerist af og til en upp á síðkastið hafi þetta komið oftar fyrir. Það er ekki fyrr en nú eftir Panama lekann og gögnin sem keypt voru af erlendum huldumanni á jafnvirði 37 milljóna króna sem skattyfirvöld hafi betri yfirsýn yfir eignir Íslendinga í skattaskjólum. Skúli segir að gögnin úr Panamaskjölunum séu mjög svipuð þeim gögnum sem keypt voru. „Það virðist vera að þessi keyptu gögn séu eitthvað eldri en þau gögn sem eru að koma fram úr þessum leka núna en að hluta til eru þetta sömu aðilarnir.“ Embætti ríkisskattstjóra hefur opnað 180 mál vegna endurálagningar skatta á grundvelli gagna sem voru keypt og gagna úr Panama-lekanum. Þessi tala muni hækka. „Þannig að það verða eitthvað tvö til þrjú hundruð mál sem við munum opna núna á næstu vikum og mánuðum,“ segir Skúli.
Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira