Segir ekki hægt að líða þau vinnubrögð sem tíðkast á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2016 11:20 Guðni Th. Jóhannesson Vísir/Ernir Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, segir það vandamál að almenningur beri lítið traust til Alþingis. Hann sér þó að hægt sé að bæta úr því og telur að forsetinn geti haft þar áhrif. „Forseti er handhafi löggjafarvalds í landinu og á að sjálfsögðu að hafa áhyggjur af því að Alþingi mælist með svona lítið traust. Hvað þurfum við að gera? Eitt sjálfsagt mál og einfalt er að breyta þingsköpum,“ sagði Guðni í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að sú breyting sem gerð hafi verið á þingsköpum árið 2009 hafi ekki reynst breyting til batnaðar. „Umræður um fundarstjórn forseta. Kannist þið við þetta? Þetta er til í öðrum ríkjum en þetta er misnotað á Íslandi og nær hvergi annars staðar. Þess vegna horfir almenningur í landinu á þingið og hugsar „Hvað er þetta fólk að gera?“ Málþófið eins og það hefur þróast er vopn minnihlutans til þess að koma í veg fyrir að meirihlutinn fái að ráða. Svona vinnubrögð getum við ekki liðið,“ sagði Guðni. Hann sagði að þetta væri mál sem forseti gæti beitt sér fyrir með óbeinum, og jafnvel beinum hætti. „Hann getur reynt að breyta þessu með því að hvetja þingmenn til þess að taka sér nú tak og benda á fordæmi annars staðar. [...] Við verðum að efla traust Alþingis en það er ekkert sem við getum notað og sagt „Þess vegna þurfum við sterkan forseta.“ Forsetinn á bara að hjálpa til.“ Hlusta má á viðtalið við Guðna í spilaranum hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Guðni: Ef ríkisstjórn reynir að keyra í gegn ESB-aðild án aðkomu þjóðar verður honum að mæta á Bessastöðum „Ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið í neinum flokki,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson spurður út í gagnrýni sem hann hefur fengið á sig. 6. maí 2016 20:56 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, segir það vandamál að almenningur beri lítið traust til Alþingis. Hann sér þó að hægt sé að bæta úr því og telur að forsetinn geti haft þar áhrif. „Forseti er handhafi löggjafarvalds í landinu og á að sjálfsögðu að hafa áhyggjur af því að Alþingi mælist með svona lítið traust. Hvað þurfum við að gera? Eitt sjálfsagt mál og einfalt er að breyta þingsköpum,“ sagði Guðni í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að sú breyting sem gerð hafi verið á þingsköpum árið 2009 hafi ekki reynst breyting til batnaðar. „Umræður um fundarstjórn forseta. Kannist þið við þetta? Þetta er til í öðrum ríkjum en þetta er misnotað á Íslandi og nær hvergi annars staðar. Þess vegna horfir almenningur í landinu á þingið og hugsar „Hvað er þetta fólk að gera?“ Málþófið eins og það hefur þróast er vopn minnihlutans til þess að koma í veg fyrir að meirihlutinn fái að ráða. Svona vinnubrögð getum við ekki liðið,“ sagði Guðni. Hann sagði að þetta væri mál sem forseti gæti beitt sér fyrir með óbeinum, og jafnvel beinum hætti. „Hann getur reynt að breyta þessu með því að hvetja þingmenn til þess að taka sér nú tak og benda á fordæmi annars staðar. [...] Við verðum að efla traust Alþingis en það er ekkert sem við getum notað og sagt „Þess vegna þurfum við sterkan forseta.“ Forsetinn á bara að hjálpa til.“ Hlusta má á viðtalið við Guðna í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Guðni: Ef ríkisstjórn reynir að keyra í gegn ESB-aðild án aðkomu þjóðar verður honum að mæta á Bessastöðum „Ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið í neinum flokki,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson spurður út í gagnrýni sem hann hefur fengið á sig. 6. maí 2016 20:56 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Guðni: Ef ríkisstjórn reynir að keyra í gegn ESB-aðild án aðkomu þjóðar verður honum að mæta á Bessastöðum „Ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið í neinum flokki,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson spurður út í gagnrýni sem hann hefur fengið á sig. 6. maí 2016 20:56