Stefnt að annarri söngkeppni sem færi fram í Hofi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. febrúar 2016 18:49 Ekki eru allir skólar ánægðir með fyrirkomulagið í ár. „Við höfum verið í viðræðum í tengslum við nýja keppni en það er ekkert staðfest ennþá. Eins og staðan er núna þá stefna þessir skólar að því að halda sína eigin keppni í Hofi í apríl,“ segir Fjölnir Brynjarsson inspector Menntaskólans á Akureyri í samtali við Vísi. MA er einn sex skóla sem ákveðið hefur að taka ekki þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna þetta árið.Fjölnir BrynjarssonHinir skólarnir sem hætt hafa við þátttöku eru Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskóli Austurlands og Framhaldsskólinn á Laugum. Þessir fimm skólar sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram komi að fyrirkomulagið mismuni skólum eftir landfræðilegri legu. Að sögn Fjölnis eru fleiri skólar að íhuga að sniðganga aðalkeppnina í ár. „Það er hins vegar rétt að taka það fram að okkur langar ekki í neina samkeppni við SÍF [Samband íslenskra framhaldsskólanema] eða þeirra keppni. Okkar markmið er að endurvekja stemninguna sem fylgdi Söngkeppninni áður og okkur finnst hafa dalað að undanförnu.“ Fjölnir segir að skólarnir telji ekki rétt að aðeins fulltrúar tólf skóla fái að láta ljós sitt skína á aðalkeppninni. Hagur keppenda eigi að vera í fyrirrúmi og þeir eigi allir að fá tækifæri til að stíga á svið. Að auki felist í nýja fyrirkomulaginu kostnaður fyrir skóla. „Allir skólar þurfa að greiða þátttökugjald og þeir sem komast í sjónvarpið fá eingöngu tuttugu miða. Það fylgir því vesen að fara með svo lítinn hóp á milli landshluta og getur verið kostnaðarsamt fyrir litla skóla.“ Söngkeppni framhaldsskólana fór síðast fram á Akureyri árið 2014 og þá í Hofi. Árin á undan hafði hún farið fram í Höllinni. Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Sex skólar draga sig úr Söngkeppni framhaldsskólanna og skoða það að halda sína eigin keppni Sex framhaldsskólar á landsbyggðinni munu ekki taka þátt í Söngkeppni Framhaldsskólanna vegna óánægju með nýtt fyrirkomulag keppninnar. 26. febrúar 2016 16:13 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif afnáms samnýtingar skattþrepa Sauð á starfsmanni sem löðrungaði vistmann íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
„Við höfum verið í viðræðum í tengslum við nýja keppni en það er ekkert staðfest ennþá. Eins og staðan er núna þá stefna þessir skólar að því að halda sína eigin keppni í Hofi í apríl,“ segir Fjölnir Brynjarsson inspector Menntaskólans á Akureyri í samtali við Vísi. MA er einn sex skóla sem ákveðið hefur að taka ekki þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna þetta árið.Fjölnir BrynjarssonHinir skólarnir sem hætt hafa við þátttöku eru Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskóli Austurlands og Framhaldsskólinn á Laugum. Þessir fimm skólar sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram komi að fyrirkomulagið mismuni skólum eftir landfræðilegri legu. Að sögn Fjölnis eru fleiri skólar að íhuga að sniðganga aðalkeppnina í ár. „Það er hins vegar rétt að taka það fram að okkur langar ekki í neina samkeppni við SÍF [Samband íslenskra framhaldsskólanema] eða þeirra keppni. Okkar markmið er að endurvekja stemninguna sem fylgdi Söngkeppninni áður og okkur finnst hafa dalað að undanförnu.“ Fjölnir segir að skólarnir telji ekki rétt að aðeins fulltrúar tólf skóla fái að láta ljós sitt skína á aðalkeppninni. Hagur keppenda eigi að vera í fyrirrúmi og þeir eigi allir að fá tækifæri til að stíga á svið. Að auki felist í nýja fyrirkomulaginu kostnaður fyrir skóla. „Allir skólar þurfa að greiða þátttökugjald og þeir sem komast í sjónvarpið fá eingöngu tuttugu miða. Það fylgir því vesen að fara með svo lítinn hóp á milli landshluta og getur verið kostnaðarsamt fyrir litla skóla.“ Söngkeppni framhaldsskólana fór síðast fram á Akureyri árið 2014 og þá í Hofi. Árin á undan hafði hún farið fram í Höllinni.
Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Sex skólar draga sig úr Söngkeppni framhaldsskólanna og skoða það að halda sína eigin keppni Sex framhaldsskólar á landsbyggðinni munu ekki taka þátt í Söngkeppni Framhaldsskólanna vegna óánægju með nýtt fyrirkomulag keppninnar. 26. febrúar 2016 16:13 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif afnáms samnýtingar skattþrepa Sauð á starfsmanni sem löðrungaði vistmann íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Sex skólar draga sig úr Söngkeppni framhaldsskólanna og skoða það að halda sína eigin keppni Sex framhaldsskólar á landsbyggðinni munu ekki taka þátt í Söngkeppni Framhaldsskólanna vegna óánægju með nýtt fyrirkomulag keppninnar. 26. febrúar 2016 16:13