Viðar Örn Kjartansson kom Malmö á bragðið þegar liðið vann öruggan sigur, 4-0, á Sundsvall í sænsku bikarkeppninni í fótbolta í dag.
Mark Viðars var einkar laglegt en það má sjá með því að smella hér.
Viðar Örn og Kári Árnason voru í byrjunarliði Malmö líkt og Rúnar Már Sigurjónsson og Kristinn Steindórsson hjá Sundsvall.
Malmö vann alla þrjá leiki sína í riðli 3 og er komið í átta-liða úrslit bikarkeppninnar.
Hjörtur Logi Valgarðsson og félagar hans í Örebro komust ekki áfram úr riðli 8 en þeir gerðu 1-1 jafntefli við Helsingborg í dag. Með sigri hefði Örebro tryggt sér sæti í átta-liða úrslitunum.
Viðar kom Malmö á bragðið | Örebro komst ekki áfram
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“
Körfubolti

Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn



