Erlent

Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur.
Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. Blue Origin
Blue Origin, geimferðafyrirtæki Jeff Bezos, hefur í annað sinn náð að lenda geimfari heilu og höldnu á jörðinni. Geimfarið, sem er hannað til að bera sex manneskjur, náði tæplega 102 kílómetra hæð áður en það snéri aftur til jarðar. 

Um er að ræða sama farið og fyrirtækinu tókst á síðasta ári að fljúga af stað og lenda, samkvæmt Bezos. Hann segir í tilkynningu á vefsíðu fyrirtækisins að unnið sé að því að byggja geimfar sem kemst á sporbraut um jörðu en farið sem nú er í notkun er ekki nógu öflugt.

Blue Origin er eitt örfárra fyrirtækja sem vinnur að því að hanna og framleiða geimför sem geta farið í fleiri en eina ferð, fram og til baka frá jörðinni. 

SpaceX, fyrirtæki rafbílamógúlsins Elon Musk, er líklega þekktasta fyrirtækið sem vinnur að þessu markmiði en geimfar félagsins sprakk í síðasta mánuði þegar einn af lendingarfótum þess gaf sig þegar flauginni var lent. 

Myndband frá Blue Origin um lendinguna:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×