Íslendingaliðið Hammarby vann sinn fjórða sigur í síðustu sjö leikjum þegar liðið lagði Jonköpings að velli með einu marki gegn engu á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Hinn þrautreyndi Kennedy Bakircioglu skoraði eina mark leiksins á 75. mínútu.
Ögmundur Kristinsson, Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason voru allir í byrjunarliði Hammarby í dag. Liðið er í 9. sæti deildarinnar með 29 stig eftir 22 leiki.
Í hinum leik kvöldsins gerðu Örebro og Sundsvall 3-3 jafntefli.
Hjörtur Logi Valgarðsson lék ekki með Örebro og sömu sögu er að segja af Kristni Steindórssyni hjá Sundsvall.
