Fjórir háskólar vilja taka við lögreglunámi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 31. maí 2016 13:29 Lögreglufræði verða kennd í einhverjum háskóla landsins verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum í dag. Vísir Frumvarp innanríkisráðherra þar sem lagt er til að lögreglunám verði fært upp á háskólastig verður að öllum líkindum afgreitt frá Alþingi í dag. Fjórir háskólar á Íslandi vilja taka námið til sín. Stefnt er að því að það hefjist strax í haust. Unnið hefur verið að því síðastliðin tvö ár að færa lögreglunám upp á háskólastig en það hefur verið kennt hjá Lögregluskóla ríkisins síðastliðna áratugi.Víðir Reynisson hefur sinnt verkefnastjórn þegar kemur að því að færa lögreglunám upp á háskólastig.VísirFrumvarp innanríkisráðherra er á lokametrum í þinginu en það verður tekið til þriðju atkvæðagreiðslu í dag og að öllum líkindum samþykkt. Almenn sátt hefur ríkt um málið þó deilt hafi verið um hversu brátt ákvörðunin tekur gildi en námið hefst samkvæmt áætlunum strax í haust. Enn er óljóst hvaða háskóli mun kenna fagið. Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík hafa allir lýst yfir áhuga á því að taka námið til sín. Víðir Reynisson, lögreglumaður hefur verið verkefnastjóri í undirbúningnum. „Það var ákveðið að fara í vinnu með Ríkiskaupum og fá óháða matsnefnd til að mæla með einhverjum skóla,“ segir Víðir. Matsnefnd byggir val sitt á skýrslum frá skólunum þar sem þeir lýsa sinni framtíðarsýn fyrir námið en farið hefur verið í þarfagreiningu hjá flestum þeirra. Eru skólarnir alveg tilbúnir til þess að bjóða upp á þetta nám strax í haust? „Þeir eru það. Eins og ég segi þá strax og þessi vinna fór í gang núna fyrir tveimur árum síðan þá komu skólarnir að þessari vinnu. Fóru strax að skoða þetta og skoða hvernig þetta hentar inn í þeirra umhverfi. Þannig að grunnvinnunni hjá skólunum er lokið. Auðvitað er heilmikil vinna eftir varðandi útfærslu og slíkt þannig að ég held að það sé nægur tími til stefnu. En þetta þarf samt að fara að gerast.“ Alþingi Tengdar fréttir Leggjast gegn því að farið verði svo bratt í breytingar á menntun lögreglumanna Lögreglunám verður fært á háskólastig, verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum. 25. maí 2016 14:59 Lögreglumenn telja botninum náð varðandi manneklu í faginu Lögreglumenn lýsa yfir áhyggjum af ráðningarmálum innan lögreglunnar. 30. apríl 2016 08:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Frumvarp innanríkisráðherra þar sem lagt er til að lögreglunám verði fært upp á háskólastig verður að öllum líkindum afgreitt frá Alþingi í dag. Fjórir háskólar á Íslandi vilja taka námið til sín. Stefnt er að því að það hefjist strax í haust. Unnið hefur verið að því síðastliðin tvö ár að færa lögreglunám upp á háskólastig en það hefur verið kennt hjá Lögregluskóla ríkisins síðastliðna áratugi.Víðir Reynisson hefur sinnt verkefnastjórn þegar kemur að því að færa lögreglunám upp á háskólastig.VísirFrumvarp innanríkisráðherra er á lokametrum í þinginu en það verður tekið til þriðju atkvæðagreiðslu í dag og að öllum líkindum samþykkt. Almenn sátt hefur ríkt um málið þó deilt hafi verið um hversu brátt ákvörðunin tekur gildi en námið hefst samkvæmt áætlunum strax í haust. Enn er óljóst hvaða háskóli mun kenna fagið. Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík hafa allir lýst yfir áhuga á því að taka námið til sín. Víðir Reynisson, lögreglumaður hefur verið verkefnastjóri í undirbúningnum. „Það var ákveðið að fara í vinnu með Ríkiskaupum og fá óháða matsnefnd til að mæla með einhverjum skóla,“ segir Víðir. Matsnefnd byggir val sitt á skýrslum frá skólunum þar sem þeir lýsa sinni framtíðarsýn fyrir námið en farið hefur verið í þarfagreiningu hjá flestum þeirra. Eru skólarnir alveg tilbúnir til þess að bjóða upp á þetta nám strax í haust? „Þeir eru það. Eins og ég segi þá strax og þessi vinna fór í gang núna fyrir tveimur árum síðan þá komu skólarnir að þessari vinnu. Fóru strax að skoða þetta og skoða hvernig þetta hentar inn í þeirra umhverfi. Þannig að grunnvinnunni hjá skólunum er lokið. Auðvitað er heilmikil vinna eftir varðandi útfærslu og slíkt þannig að ég held að það sé nægur tími til stefnu. En þetta þarf samt að fara að gerast.“
Alþingi Tengdar fréttir Leggjast gegn því að farið verði svo bratt í breytingar á menntun lögreglumanna Lögreglunám verður fært á háskólastig, verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum. 25. maí 2016 14:59 Lögreglumenn telja botninum náð varðandi manneklu í faginu Lögreglumenn lýsa yfir áhyggjum af ráðningarmálum innan lögreglunnar. 30. apríl 2016 08:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Leggjast gegn því að farið verði svo bratt í breytingar á menntun lögreglumanna Lögreglunám verður fært á háskólastig, verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum. 25. maí 2016 14:59
Lögreglumenn telja botninum náð varðandi manneklu í faginu Lögreglumenn lýsa yfir áhyggjum af ráðningarmálum innan lögreglunnar. 30. apríl 2016 08:00