Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig af fullum krafti fyrir Evrópumeistaramótið í Hollandi næsta sumar.
Landsliðið fer til Kína 20. til 24. október að leika á fjógurra þjóða móti. Þar leikur liðið þrjá leiki, við Úsbekistan, Danmörku og Kína.
„Ég ætla að spila nýtt leikkerfi í Kína og gefa leikmönnum tækifæri sem hafa lítið eða ekkert verið með liðinu síðustu mánuði,“ sagði Freyr Alexandersson þjálfari Íslands í samtali við Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann 365.
„Ef ég geri það ekki núna, þá geri ég það aldrei. Eftir áramót förum við að undirbúa okkur leikfræðilega.“
Frétt Guðjóns má sjá hér að ofan en Freyr ræðir meðal annars væntingar sínar fyrir mótið.
Fótbolti