Innlent

Gagnrýnir ákvörðun kjararáðs

Höskuldur Kári Schram skrifar
Laun æðstu embættis- og ráðamanna þjóðarinnar hafa hækkað um mörg hundruð þúsund krónur á undanförnum mánuðum. Um áramótin hækkuðu laun dómara um allt að 50 prósent samkvæmt ákvörðun kjararáðs.

Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, furðar sig á þessari ákvörðun og segir ljóst að þetta muni hafa áhrif á endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.

„Það verður að hafa það í huga að allar svona hækkanir þær tala inn í þær viðræður sem eru í gangi og hugsanlega uppsögn á kjarasamningum út af breyttum forsendum í febrúar. Mér finnst stundum eins og kjararáð, gerðardómur og fleiri átti sig ekki alveg á alvarleika þess að gefa stefnumótandi viðmið sem verða að sjálfsögðu notuð,“ segir Drífa.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×