Oliver í Belfast: Þetta var slys og gerist ekki aftur Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2016 14:30 Íslenska landsliðið í fótbolta skipað leikmönnum U21 árs yngri mætir Norður-Írlandi í Belfast á morgun í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017. Leikurinn hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Strákarnir okkar eru í öðru sæti í riðlinum með tólf stig, tveimur stigum minna en Frakkar en eiga leik til góða. Efsta sæti riðilsins veiti þátttökurétt á EM en fjögur bestu liðin í öðru sæti mætast í umspili um tvö síðustu sætin. Ísland er taplaust eftir sex leiki en missteig sig hrapalega gegn Norður-Írlandi á heimavelli þar sem það gerði 1-1 jafntefli þrátt fyrir að vera miklu betra liðið allan leikinn. Fyrirliðinn Oliver Sigurjónsson teku ekki í mál að það gerist aftur. „Þetta var bara slys því við vorum mun betri. Þeir skora eftir fimm mínútur úr föstu leikatriði sem er mark sem íslenskt landslið á ekki að fá á sig,“ segir Oliver í viðtali við heimasíðu KSÍ. „Við klúðruðum þremur til fjórum dauðafærum, þar á meðal í stöðunni einn á móti marki. Við ætlum „all in“ í þennan leik og ætlum ekki að láta það gerast aftur að tapa stigum.“ Íslenska liðið telur sig betra en það norðurírska og ætlar sér sigur sem er mikilvægur í baráttunni við Frakkana sem strákarnir mæta svo á þriðjudaginn. „Okkur finnst við betri. Við erum flestir að spila í íslensku deildinni en sumir úti. Ég veit ekki hvar þessir norðurírsku gaurar spila en þeir eru betri en maður heldur. Samkvæmt okkar vitneskju þá teljum við okkur betri,“ segir Oliver. „Við þurfum bara að halda í okkar gildi og vera skipulagðir og vinnusamir. Við þurfum að spila eftir okkar taktík því þá eru meiri líkur á að við vinnum. Ef við förum að spila einhvern Barcelona-fótbolta þá eru ekki miklar líkur á að við stýrum leiknum eins og við getum gert,“ segir Oliver Sigurjónsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta skipað leikmönnum U21 árs yngri mætir Norður-Írlandi í Belfast á morgun í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017. Leikurinn hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Strákarnir okkar eru í öðru sæti í riðlinum með tólf stig, tveimur stigum minna en Frakkar en eiga leik til góða. Efsta sæti riðilsins veiti þátttökurétt á EM en fjögur bestu liðin í öðru sæti mætast í umspili um tvö síðustu sætin. Ísland er taplaust eftir sex leiki en missteig sig hrapalega gegn Norður-Írlandi á heimavelli þar sem það gerði 1-1 jafntefli þrátt fyrir að vera miklu betra liðið allan leikinn. Fyrirliðinn Oliver Sigurjónsson teku ekki í mál að það gerist aftur. „Þetta var bara slys því við vorum mun betri. Þeir skora eftir fimm mínútur úr föstu leikatriði sem er mark sem íslenskt landslið á ekki að fá á sig,“ segir Oliver í viðtali við heimasíðu KSÍ. „Við klúðruðum þremur til fjórum dauðafærum, þar á meðal í stöðunni einn á móti marki. Við ætlum „all in“ í þennan leik og ætlum ekki að láta það gerast aftur að tapa stigum.“ Íslenska liðið telur sig betra en það norðurírska og ætlar sér sigur sem er mikilvægur í baráttunni við Frakkana sem strákarnir mæta svo á þriðjudaginn. „Okkur finnst við betri. Við erum flestir að spila í íslensku deildinni en sumir úti. Ég veit ekki hvar þessir norðurírsku gaurar spila en þeir eru betri en maður heldur. Samkvæmt okkar vitneskju þá teljum við okkur betri,“ segir Oliver. „Við þurfum bara að halda í okkar gildi og vera skipulagðir og vinnusamir. Við þurfum að spila eftir okkar taktík því þá eru meiri líkur á að við vinnum. Ef við förum að spila einhvern Barcelona-fótbolta þá eru ekki miklar líkur á að við stýrum leiknum eins og við getum gert,“ segir Oliver Sigurjónsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira