Innlent

Geri úttekt á upplýsingagjöf til fanga

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Af Litla-Hrauni
Af Litla-Hrauni Mynd/E. Ól.
Umboðsmaður Alþingis hefur beint þeim tilmælum til innanríkisráðuneytisins að gerð verði úttekt á stöðu upplýsingagjafar til erlendra fanga í fangelsum landsins. Þetta kemur fram í nýju áliti hans.

Málið má rekja til kvörtunar fanga af erlendum uppruna sem var færður úr opnu fangelsi yfir í lokað vegna agabrota. Við komuna í lokaða fangelsið voru henni kynntar reglur þess munnlega á ensku og að auki fékk hún bækling á íslensku með reglunum.

Í lögum um fullnustu refsinga kemur fram að skylt sé, við upphaf afplánunar, að afhenda fanga upplýsingar um réttindi sín og reglur á tungumáli sem hann skilur. Þá skuli kynna honum þær munnlega á tungumáli sem hann skilur.

Ljóst væri að í sumum tilvikum skorti upp á að þessum reglum væri fylgt. Því beindi umboðsmaður áðurnefndum tilmælum til innanríkisráðuneytisins. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×