Internetstjarna í Pakistan myrt af bróður sínum Birgir Örn Steinarsson skrifar 16. júlí 2016 23:21 Quandeel var með frægari konum í Pakistan. Vísir/Getty Qandeel Baloch sem hefur verið kölluð hin pakistanska Kim Kardashian var myrt á föstudag af bróður sínum. Systkinin höfðu rifist fyrr um kvöldið en lík hennar fannst ekki fyrr en í morgun. Bróðurinn segir að um heiðursmorð hafi verið að ræða en hann kyrkti systur sína. Myndir af líki Qandeel birtust á netinu í dag. Morðið á Qandeel þykir til marks um þær gjörólíku skoðanir fólks í Pakistan á kvenfrelsi í landinu. Frjálslynd hegðun hennar þykir til marks um hugarfarsbreytingu á meðal ungs fólks í landinu en á sama tíma hefur hún farið mjög fyrir brjóstið á trúaðri fólki þar.Qandeel þótti afar ögrandi í heimalandi sínu í færslum sínum á Instagram.Vísir/InstagramVar margt til listanna lagtQandeel var landsþekkt í Pakistan en hún gerði út á samfélagsmiðlum á borð við Instagram og Facebook þar sem hún birti oft myndir af sér sem þóttu ögrandi. Til dæmis mátti sjá hana stunda líkamsrækt eða fáklædda í sundlaug. Qandeel starfaði sem fyrirsæta og mætti oft í viðtöl í sjónvarpi. Nýverið hafði hún verið að reyna feta sig áfram sem söng- og leikkona. Fjölskylda hennar hafði ítrekað beðið hana um að hætta fyrirsætustörfum þar sem hegðun hennar þótti niðrandi fyrir fjölskylduna. Qandeel þótti mjög ögrandi í færslum sínum og komst oft í fjölmiðla fyrir hegðun sína. Í einni færslu sinni á Instagram deildi hún mynd af sér og klerki sem þótti afar hneykslandi þar sem hún bar höfuðfat hans á höfði sér. Hún var gagnrýnd mikið fyrir vikið í fjölmiðlum og fékk fjölda dauðahótana í kjölfarið. Hún hafði óttast um öryggi sitt vegna þessa og flúði í vikunni til fjölskyldu sinnar í Punjab. Á sínum tíma lofaði hún að dansa strippdans fyrir aðdáendur sína ef Pakistan ynni heimsmeistaramótið í krikket. Vinsældir hennar í Pakistan eru slíkar að fræg rokkhljómsveitin þar í landi, Bumbu Sauce, samdi vinsælt lag henni til heiðurs.Daily News fjallaði um morðið í eftirfarandi myndbandi. Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Qandeel Baloch sem hefur verið kölluð hin pakistanska Kim Kardashian var myrt á föstudag af bróður sínum. Systkinin höfðu rifist fyrr um kvöldið en lík hennar fannst ekki fyrr en í morgun. Bróðurinn segir að um heiðursmorð hafi verið að ræða en hann kyrkti systur sína. Myndir af líki Qandeel birtust á netinu í dag. Morðið á Qandeel þykir til marks um þær gjörólíku skoðanir fólks í Pakistan á kvenfrelsi í landinu. Frjálslynd hegðun hennar þykir til marks um hugarfarsbreytingu á meðal ungs fólks í landinu en á sama tíma hefur hún farið mjög fyrir brjóstið á trúaðri fólki þar.Qandeel þótti afar ögrandi í heimalandi sínu í færslum sínum á Instagram.Vísir/InstagramVar margt til listanna lagtQandeel var landsþekkt í Pakistan en hún gerði út á samfélagsmiðlum á borð við Instagram og Facebook þar sem hún birti oft myndir af sér sem þóttu ögrandi. Til dæmis mátti sjá hana stunda líkamsrækt eða fáklædda í sundlaug. Qandeel starfaði sem fyrirsæta og mætti oft í viðtöl í sjónvarpi. Nýverið hafði hún verið að reyna feta sig áfram sem söng- og leikkona. Fjölskylda hennar hafði ítrekað beðið hana um að hætta fyrirsætustörfum þar sem hegðun hennar þótti niðrandi fyrir fjölskylduna. Qandeel þótti mjög ögrandi í færslum sínum og komst oft í fjölmiðla fyrir hegðun sína. Í einni færslu sinni á Instagram deildi hún mynd af sér og klerki sem þótti afar hneykslandi þar sem hún bar höfuðfat hans á höfði sér. Hún var gagnrýnd mikið fyrir vikið í fjölmiðlum og fékk fjölda dauðahótana í kjölfarið. Hún hafði óttast um öryggi sitt vegna þessa og flúði í vikunni til fjölskyldu sinnar í Punjab. Á sínum tíma lofaði hún að dansa strippdans fyrir aðdáendur sína ef Pakistan ynni heimsmeistaramótið í krikket. Vinsældir hennar í Pakistan eru slíkar að fræg rokkhljómsveitin þar í landi, Bumbu Sauce, samdi vinsælt lag henni til heiðurs.Daily News fjallaði um morðið í eftirfarandi myndbandi.
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira