Erlent

Ahluwalia loksins á leiðinni heim

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Waris hefur meðal annars leikið í kvimyndum Wes Anderson.
Waris hefur meðal annars leikið í kvimyndum Wes Anderson. Nordicphotos/AFP
Leikarinn Waris Ahluwalia er á leiðinni heim til New York eftir að hafa dvalið tvo sólahringa á flugvelli í Mexíkó í mótmælaskyni.

Ahluwalia sem er síki neitaði að taka af sér túrban sinn í öryggishliði og var því bannað að fljúga með flugfélaginu Aeromexico.

Í kjölfarið ákvað hann að hefja setuverkfall á flugvellinum þar til að flugfélagið myndi gera sér grein fyrir mismunun sinni og bæta úr.

Í gær náðu Ahluwalia og Aeromexico saman um bættar aðgerðir og féllst Ahluwalia á að fljúga loksins heim. Hann segir á instagram reikningi sínum að hann sé ánægður með að fyrirtækið sé tilbúið til að viðurkenna mistök sín og bæta vinnuferla.


Tengdar fréttir

Ahluwalia neitar að yfirgefa flugvöllinn

Leikarinn Waris Ahluwalia er nú í setuverkfalli á Mexíkóflugvelli eftir að hafa neitað að fjarlægja af sér túrban til að fljúga heim til Bandaríkjanna með flugfélaginu Aeromexico.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×