Innlent

Eldur kom upp í bíl á Hringbraut

Samúel Karl Ólason skrifar
Slökkviliðsmenn að störfum á vettvangi í kvöld.
Slökkviliðsmenn að störfum á vettvangi í kvöld. Vísir/Tom
Eldur kviknaði í vél bíls á Hringbraut nærri Umferðarmiðstöðunni BSÍ á tíunda tímanum í kvöld. Ökumaður bílsins tók eftir því að reykur barst undan vélarhlífinni og skömmu seinna blossaði upp eldur þar. Slökkvilið var kallað á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn, en bíllinn er líklegast ónýtur.

Ökumaður bílsins var einn á ferðinni þegar eldurinn kom upp og tókst honum að keyra út í kant og fara út úr bílnum.

Þær upplýsingar fengust frá Slökkvliðinu á höfuðborgarsvæðinu að einn bíll hefði verið sendur á vettvang.

Eldurinn kom upp í vél bílsins.Vísir/Tom



Fleiri fréttir

Sjá meira


×