Innlent

Gylfi aðstoðar Benedikt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gylfi Ólafsson er nýr aðstoðarmaður formanns Viðreisnar.
Gylfi Ólafsson er nýr aðstoðarmaður formanns Viðreisnar. Vísir/Ernir
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og nýkjörinn þingmaður, hefur ráðið Gylfa Ólafsson sem aðstoðarmann sinn. Gylfi var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi en náði ekki kjöri.

Samkvæmt reglum Alþingis geta formenn flokka ráðið sér aðstoðarmann. Gylfi er með meistarapróf í hagfræði frá Stokkhólmsháskóla og hefur sinnt ráðgjafastörfum á Íslandi og Svíþjóð og kennslu í heilsuhagfræði við Háskóla Íslands síðustu ár meðfram doktorsnámi í faginu.

Áður hafði Gylfi lokið grunnskólakennaraprófi frá Háskólanum á Akureyri. Hann var annar stofnenda Vía, nýsköpunarfyrirtækis í skordýraeldi, sem lagt var niður nýverið á grundvelli neikvæðra niðurstaðna úr rannsóknum fyrirtækisins.

Gylfi er kvæntur Tinnu Ólafsdóttur fjölmiðlafræðingi og saman eiga þau eins árs gamla dóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×