Hlynur Bærings: Aðeins spurning hvort ég nái 200 landsleikjum eða ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2016 22:28 Hlynur í baráttunni í Höllinni í kvöld. Hann átti frábæran leik. Vísir/Anton Brink Hlynur Bæringsson spilaði sinn 102. landsleik í 84-62 sigri á Kýpverjum fyrir framan 1600 manns í Laugardalshöll í kvöld. Hann var besti maður vallarins með 18 stig og níu fráköst Leikur liðsins gekk ekki vel framan af en okkar menn leiddu þó í hálleik 42-36. „Við spiluðum mjög vel í þriðja leikhluta og fram í lok fjórða. Við erum svo óvanir því, margir hverjir á ferlinum, að vera fyrir fram líklegri. En það reddaðist í seinni hálfleiknum,“ sagði Hlynur. Leikmenn skiptu mínútunum nokkuð vel á milli sín í leiknum í kvöld.Frábær hittni í kvöld „Við fengum mikið af bekknum í dag,“ sagði Hlynur. „Við náðum að keyra upp leikinn sem var ástæðan fyrir því að þeir urðu bara þreyttir í seinni hálfleik. Mér fannst þeir ekkert í rosalega góðu formi.“ Hlynur hefur verið að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna í undankeppninni en vítanýtingin verið verri, reyndar þangað til í kvöld. Sumir hafa haft á orði að Hlynur væri orðinn hittnari fyrir utan þriggja stiga. „Það er bara alveg rétt, þessa dagana. Það er yfirleitt ekki þannig en í þessari keppni hefur það verið þannig. Eigum við ekki heldur að reyna að halda hinu við og bæta vítin,“ sagði Hlynur sem setti sjö af níu vítum, fimm af sex í málningunni og tvö af þremur þriggja stiga skotum sínum. Nýtingin verður ekki mikið betri.Stefnir á 200 landsleiki Guðmundur Bragason afhenti Hlynur gullúr frá KKÍ fyrir leik í tilefni þess að Hlynur rauf 100 landsleikja múrinn. Guðmundur spilaði 169 landsleik þannig að nú munar 67 landsleikjum en Hlynur er á 34. aldursári. Getur hann náð Guðmundi? „Eiginlega eina spurningin er hvort ég nái 200 eða ekki. Ég held ég eigi eftir að eiga alveg stórleik í 200. landsleiknum. Mig grunar það.“ Hlynur þakkaði áhorfendum frábæran stuðning í kvöld og sagði það virkilega gaman að stemning á leikjum liðsins virðist vera orðin að reglu. Okkar menn mæta Belgum í Höllinni klukkan 16 á laugardaginn. EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kýpur 84-62 | Sannfærandi í seinni hálfleik í Höllinni Okkar menn mæta Belgum í úrslitaleik riðilsins á laugardaginn. 14. september 2016 21:45 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Hlynur Bæringsson spilaði sinn 102. landsleik í 84-62 sigri á Kýpverjum fyrir framan 1600 manns í Laugardalshöll í kvöld. Hann var besti maður vallarins með 18 stig og níu fráköst Leikur liðsins gekk ekki vel framan af en okkar menn leiddu þó í hálleik 42-36. „Við spiluðum mjög vel í þriðja leikhluta og fram í lok fjórða. Við erum svo óvanir því, margir hverjir á ferlinum, að vera fyrir fram líklegri. En það reddaðist í seinni hálfleiknum,“ sagði Hlynur. Leikmenn skiptu mínútunum nokkuð vel á milli sín í leiknum í kvöld.Frábær hittni í kvöld „Við fengum mikið af bekknum í dag,“ sagði Hlynur. „Við náðum að keyra upp leikinn sem var ástæðan fyrir því að þeir urðu bara þreyttir í seinni hálfleik. Mér fannst þeir ekkert í rosalega góðu formi.“ Hlynur hefur verið að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna í undankeppninni en vítanýtingin verið verri, reyndar þangað til í kvöld. Sumir hafa haft á orði að Hlynur væri orðinn hittnari fyrir utan þriggja stiga. „Það er bara alveg rétt, þessa dagana. Það er yfirleitt ekki þannig en í þessari keppni hefur það verið þannig. Eigum við ekki heldur að reyna að halda hinu við og bæta vítin,“ sagði Hlynur sem setti sjö af níu vítum, fimm af sex í málningunni og tvö af þremur þriggja stiga skotum sínum. Nýtingin verður ekki mikið betri.Stefnir á 200 landsleiki Guðmundur Bragason afhenti Hlynur gullúr frá KKÍ fyrir leik í tilefni þess að Hlynur rauf 100 landsleikja múrinn. Guðmundur spilaði 169 landsleik þannig að nú munar 67 landsleikjum en Hlynur er á 34. aldursári. Getur hann náð Guðmundi? „Eiginlega eina spurningin er hvort ég nái 200 eða ekki. Ég held ég eigi eftir að eiga alveg stórleik í 200. landsleiknum. Mig grunar það.“ Hlynur þakkaði áhorfendum frábæran stuðning í kvöld og sagði það virkilega gaman að stemning á leikjum liðsins virðist vera orðin að reglu. Okkar menn mæta Belgum í Höllinni klukkan 16 á laugardaginn.
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kýpur 84-62 | Sannfærandi í seinni hálfleik í Höllinni Okkar menn mæta Belgum í úrslitaleik riðilsins á laugardaginn. 14. september 2016 21:45 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kýpur 84-62 | Sannfærandi í seinni hálfleik í Höllinni Okkar menn mæta Belgum í úrslitaleik riðilsins á laugardaginn. 14. september 2016 21:45