Þórólfur sagður styðja Sigurð Inga Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2016 10:04 Samkvæmt pistli, sem innanbúðarmaður í Framsókn ritar, brugga menn þar hver öðrum banaráð. Samkvæmt nafnlausum skrifum á Pressunni styður Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðarkróki, Sigmund Davíð Gunnlaugsson ekki. Það sætir nokkrum tíðindum, því Þórólfur er sagður ráða lögum og lofum innan Framsóknarflokksins.Sigurður Ingi varaður við því að fara framHuldupenni Pressunnar, sem hefur sýnt sig í að vera afar handgenginn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknarflokksins, og skrifar í dálk sem heitir „Orðið á götunni“, veitir fágæta innsýn í herbúðir Sigmundar. Pistillinn hefur vakið mikla athygli meðal áhugamanna um pólitík, því þó pistillinn sé skrifaður í véfréttastíl er hann afar upplýsandi. Hann kallast „Nótt hinna löngu hnífa“. (Sem reyndar má heita sérkennileg líking – þetta vísar til þess þegar Hitler hreinsaði út úr SA sveitunum og lét myrða helstu menn á borð við Ernst Röhm.) Í pistlinum er varað mjög eindregið við því að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra fari fram gegn Sigmundi í formannsslag: „Flestir innan Framsóknarflokksins viðurkenna að staðan sé mjög snúin. Allir vita að það fylgja því erfiðleikar að fara í kosningabaráttu með Sigmund Davíð í forystu, enda varla til umdeildari menn, en vita um leið að það fylgja því jafnvel meiri erfiðleikar að gera það ekki.“Sigmundur gefst ekki upp fyrir skíthælumStíllinn er sérstakur, er gripið til líkingamáls líkt og fyrirsögn pistilsins gefur til kynna, þar sem menn brugga hver öðrum banaráð. Samkvæmt pistlinum logar allt innan Framsóknarflokksins og ekki þarf að efast um að innanbúðarmaður í Flokknum skrifar því hann vitnar í orð Sigmundar Davíðs á fundi með Skagfirðingum á dögunum, hvar hann var spurður hvort hann hafi ekki hugleitt að hætta. „Ætli þetta sé ekki þrjóska. Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig frá því ég byrjaði í pólitík. Ef þeim tekst ætlunarverk sitt verður það aðeins með því að þeim takist að fá framsóknarmenn sjálfa, fólkið sem ég hef verið að vinna fyrir til að sjá um aftökuna.“Gunnar Bragi svíkur Þórólf?En, það sem einkum sætir tíðindum í pistlinum er að þar er því slegið föstu að Þórólfur kaupfélagsstjóri, sem löngum hefur verið sagður ráða lögum og lofum í flokknum, styðji Sigurð Inga til formennsku og sæki það fast að hann fari fram í formannsslag. Þetta stangast á við það sem löngum hefur verið talið, sem er að Gunnar Bragi Sveinsson sjávar- og landbúnaðarráðherra, sem í gær vann stóran sigur þegar honum tókst að koma Búvörusamningi í gegnum þingið, hreyfi sig helst ekki nema bera það undir Þórólf. Þá ætti Þórólfur, sem er eindreginn andstæðingur ESB, að vera ánægður með það þegar Gunnar Bragi sleit einhliða viðræðum við ESB. Gunnar Bragi lýsti yfir eindregnum stuðningi við Sigmund Davíð í viðtali við Fréttablaðið í dag. Og er að velta því fyrir sér að fara fram sem varaformaður. Þannig vekur pistillinn ótal spurningar þó upplýsandi sé; um dilkadrætti í Framsóknarflokknum. Eina eðlilega ályktunin að draga er sú að Gunnar Bragi hafi hlaupist undan merkjum, eða forframast í höfuðborginni og sé ekki lengur handgenginn kaupfélagsstjóranum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45 Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Ýmislegt bendir til þess að Sigurður Ingi muni venda sínu kvæði í kross og fara fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. 12. september 2016 10:27 Íhugar varaformannsframboð Gunnar Bragi Sveinsson segir að til greina komi að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins. Hann mun ekki styðja Sigurð Inga sem formann og telur rétt að Sigmundur Davíð verði áfram í forystu. 14. september 2016 06:30 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Samkvæmt nafnlausum skrifum á Pressunni styður Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðarkróki, Sigmund Davíð Gunnlaugsson ekki. Það sætir nokkrum tíðindum, því Þórólfur er sagður ráða lögum og lofum innan Framsóknarflokksins.Sigurður Ingi varaður við því að fara framHuldupenni Pressunnar, sem hefur sýnt sig í að vera afar handgenginn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknarflokksins, og skrifar í dálk sem heitir „Orðið á götunni“, veitir fágæta innsýn í herbúðir Sigmundar. Pistillinn hefur vakið mikla athygli meðal áhugamanna um pólitík, því þó pistillinn sé skrifaður í véfréttastíl er hann afar upplýsandi. Hann kallast „Nótt hinna löngu hnífa“. (Sem reyndar má heita sérkennileg líking – þetta vísar til þess þegar Hitler hreinsaði út úr SA sveitunum og lét myrða helstu menn á borð við Ernst Röhm.) Í pistlinum er varað mjög eindregið við því að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra fari fram gegn Sigmundi í formannsslag: „Flestir innan Framsóknarflokksins viðurkenna að staðan sé mjög snúin. Allir vita að það fylgja því erfiðleikar að fara í kosningabaráttu með Sigmund Davíð í forystu, enda varla til umdeildari menn, en vita um leið að það fylgja því jafnvel meiri erfiðleikar að gera það ekki.“Sigmundur gefst ekki upp fyrir skíthælumStíllinn er sérstakur, er gripið til líkingamáls líkt og fyrirsögn pistilsins gefur til kynna, þar sem menn brugga hver öðrum banaráð. Samkvæmt pistlinum logar allt innan Framsóknarflokksins og ekki þarf að efast um að innanbúðarmaður í Flokknum skrifar því hann vitnar í orð Sigmundar Davíðs á fundi með Skagfirðingum á dögunum, hvar hann var spurður hvort hann hafi ekki hugleitt að hætta. „Ætli þetta sé ekki þrjóska. Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig frá því ég byrjaði í pólitík. Ef þeim tekst ætlunarverk sitt verður það aðeins með því að þeim takist að fá framsóknarmenn sjálfa, fólkið sem ég hef verið að vinna fyrir til að sjá um aftökuna.“Gunnar Bragi svíkur Þórólf?En, það sem einkum sætir tíðindum í pistlinum er að þar er því slegið föstu að Þórólfur kaupfélagsstjóri, sem löngum hefur verið sagður ráða lögum og lofum í flokknum, styðji Sigurð Inga til formennsku og sæki það fast að hann fari fram í formannsslag. Þetta stangast á við það sem löngum hefur verið talið, sem er að Gunnar Bragi Sveinsson sjávar- og landbúnaðarráðherra, sem í gær vann stóran sigur þegar honum tókst að koma Búvörusamningi í gegnum þingið, hreyfi sig helst ekki nema bera það undir Þórólf. Þá ætti Þórólfur, sem er eindreginn andstæðingur ESB, að vera ánægður með það þegar Gunnar Bragi sleit einhliða viðræðum við ESB. Gunnar Bragi lýsti yfir eindregnum stuðningi við Sigmund Davíð í viðtali við Fréttablaðið í dag. Og er að velta því fyrir sér að fara fram sem varaformaður. Þannig vekur pistillinn ótal spurningar þó upplýsandi sé; um dilkadrætti í Framsóknarflokknum. Eina eðlilega ályktunin að draga er sú að Gunnar Bragi hafi hlaupist undan merkjum, eða forframast í höfuðborginni og sé ekki lengur handgenginn kaupfélagsstjóranum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45 Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Ýmislegt bendir til þess að Sigurður Ingi muni venda sínu kvæði í kross og fara fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. 12. september 2016 10:27 Íhugar varaformannsframboð Gunnar Bragi Sveinsson segir að til greina komi að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins. Hann mun ekki styðja Sigurð Inga sem formann og telur rétt að Sigmundur Davíð verði áfram í forystu. 14. september 2016 06:30 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00
Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45
Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Ýmislegt bendir til þess að Sigurður Ingi muni venda sínu kvæði í kross og fara fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. 12. september 2016 10:27
Íhugar varaformannsframboð Gunnar Bragi Sveinsson segir að til greina komi að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins. Hann mun ekki styðja Sigurð Inga sem formann og telur rétt að Sigmundur Davíð verði áfram í forystu. 14. september 2016 06:30