Fótbolti

Dagný og stöllur hennar ósigraðar á toppnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagný spilaði í rúmar 50 mínútur.
Dagný spilaði í rúmar 50 mínútur. mynd/facebook-síða portland thorns
Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í Portland Thorns halda áfram að safna stigum í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta.

Í gær vann Portland 0-2 útisigur á New York Flash og komst þar með á topp deildarinnar. Portland er með 17 stig í toppsætinu en Chicago Red Stars og New York koma næst með 15 stig hvort lið.

Mörkin og allt það helsta úr leiknum í gær má sjá hér að neðan.

Staðan var markalaus í hálfleik en kanadíska landsliðskonan Christine Sinclair kom Portland yfir á 48. mínútu. Fjórum mínútum síðar fór Dagný af velli fyrir Amandine Henry.

Franska landsliðskonan var að spila sinn fyrsta leik fyrir Portland og ljóst er að með tilkomu hennar eykst samkeppnin um stöður á miðjunni hjá liðinu.

Danski framherjinn Nadia Nadim gulltryggði svo sigur Portland þegar hún skoraði úr vítaspyrnu á 72. mínútu.

Portland er enn ósigrað í deildinni á tímabilinu en liðið hefur unnið fjóra leiki og gert fimm jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×