Kolbeinn: Stress yfir að missa af EM en nú finn ég ekki fyrir neinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 09:30 Kolbeinn Sigþórsson gerði grín að leikmönnum Portúgals í loftinu. vísir/vilhelm Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta eiga fyrir höndum risastóran leik gegn Ungverjalandi í Marseille í dag í annarri umferð riðlakeppni EM 2016. Ungverjaland er í betri stöðu eftir fyrstu umferðina þar sem liðið vann flottan sigur á Austurríki, 2-0, en strákarnir okkar eru með eitt stig eftir frækið jafntefli gegn Portúgal. Kolbeinn Sigþórsson var brattur á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. Hann sagði strákana stefna á sigur gegn Ungverjalandi enda væri liðið fullt sjálfstrausts eftir frammistöðuna gegn Portúgal. „Sjálfstraustið í liðinu er meira eftir fyrsta leikinn. Það var gott að koma til baka eftir að vera 1-0 undir gegn jafnsterku liði og Portúgal er,“ sagði Kolbeinn. „Við þurfum að halda þessu áfram og spila aftur vel gegn Ungverjalandi. Þetta verður erfiður leikur en Ungverjar sýndu í síðasta leik að það er erfitt að vinna þá. Við þurfum að eiga góðan leik til að fá öll þrjú stigin sem við þurfum.“ Kolbeinn var meiddur í aðdraganda mótsins og fór meira að segja í sprautu í Barcelona til að létta á þrýsting í hnénu. Allt sem var gert við hann virðist hafa virkað því hann spilaði eins og höfðingi gegn Portúgal og er meira en klár í slaginn gegn Ungverjalandi. „Þetta hefur allt saman gengið eins og í sögu síðustu fjórar vikur. Ég var ekki viss um að ég myndi ná EM og það var stress í mér á tímabili,“ sagði Kolbeinn. „Eftir leikinn gegn Portúgal var ég bara betri í hnénu ef eitthvað er. Ég finn ekki fyrir neinu og verð að hrósa öllum þeim sem hafa hjálpað mér. Sjúkraþjálfararnir hafa unnið frábært verk og þess vegna er ég klár,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Landsliðsþjálfarinn skaut létt á Austurríkismenn á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. 18. júní 2016 10:30 „Vonuðum bara að ungverska liðið yrði ekki þjóðinni til skammar“ Væntingar Ungverjalands voru ekki miklar fyrir Evrópumótið en þær eru öllu meiri eftir frækinn sigur á Austurríki. 18. júní 2016 13:30 Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00 Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta eiga fyrir höndum risastóran leik gegn Ungverjalandi í Marseille í dag í annarri umferð riðlakeppni EM 2016. Ungverjaland er í betri stöðu eftir fyrstu umferðina þar sem liðið vann flottan sigur á Austurríki, 2-0, en strákarnir okkar eru með eitt stig eftir frækið jafntefli gegn Portúgal. Kolbeinn Sigþórsson var brattur á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. Hann sagði strákana stefna á sigur gegn Ungverjalandi enda væri liðið fullt sjálfstrausts eftir frammistöðuna gegn Portúgal. „Sjálfstraustið í liðinu er meira eftir fyrsta leikinn. Það var gott að koma til baka eftir að vera 1-0 undir gegn jafnsterku liði og Portúgal er,“ sagði Kolbeinn. „Við þurfum að halda þessu áfram og spila aftur vel gegn Ungverjalandi. Þetta verður erfiður leikur en Ungverjar sýndu í síðasta leik að það er erfitt að vinna þá. Við þurfum að eiga góðan leik til að fá öll þrjú stigin sem við þurfum.“ Kolbeinn var meiddur í aðdraganda mótsins og fór meira að segja í sprautu í Barcelona til að létta á þrýsting í hnénu. Allt sem var gert við hann virðist hafa virkað því hann spilaði eins og höfðingi gegn Portúgal og er meira en klár í slaginn gegn Ungverjalandi. „Þetta hefur allt saman gengið eins og í sögu síðustu fjórar vikur. Ég var ekki viss um að ég myndi ná EM og það var stress í mér á tímabili,“ sagði Kolbeinn. „Eftir leikinn gegn Portúgal var ég bara betri í hnénu ef eitthvað er. Ég finn ekki fyrir neinu og verð að hrósa öllum þeim sem hafa hjálpað mér. Sjúkraþjálfararnir hafa unnið frábært verk og þess vegna er ég klár,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Landsliðsþjálfarinn skaut létt á Austurríkismenn á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. 18. júní 2016 10:30 „Vonuðum bara að ungverska liðið yrði ekki þjóðinni til skammar“ Væntingar Ungverjalands voru ekki miklar fyrir Evrópumótið en þær eru öllu meiri eftir frækinn sigur á Austurríki. 18. júní 2016 13:30 Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00 Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Landsliðsþjálfarinn skaut létt á Austurríkismenn á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. 18. júní 2016 10:30
„Vonuðum bara að ungverska liðið yrði ekki þjóðinni til skammar“ Væntingar Ungverjalands voru ekki miklar fyrir Evrópumótið en þær eru öllu meiri eftir frækinn sigur á Austurríki. 18. júní 2016 13:30
Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00
Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30