Fótbolti

Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Einar Gunnarsson fagnar stuðningi þjóðarinnar.
Aron Einar Gunnarsson fagnar stuðningi þjóðarinnar. vísir/vilhelm
Ísland mætir Ungverjalandi í öðrum leik liðanna í F-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Marseille í dag. Ungverjaland er með þrjú stig eftir sigur á Austurríki en Ísland með eitt stig.

Með sigri eru strákarnir okkar líklegir til að komast í 16 liða úrslitin en vinni Ungverjar eru þeir öruggir í 16 liða úrslitin.

Búist er við níu þúsund Íslendingum á völlinn en flestir þeirra voru mættir í gær og skemmtu sér konunglega á Íslendingahátíð í Marseille í gær auk þess sem þeir eyddu tíma í Fan Zone.

Stemningin er mikil í Frakklandi sem og heima á Íslandi og verða strákarnir okkar klárlega varir við stuðninginn frá íslensku þjóðinni.

„Áhuginn er mikill heima enda er þetta í fyrsta sinn sem A-landslið karla er á stórmóti í fótbolta,“ sagði Aron Einar á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær.

„Íslendingar hafa áhuga á öllum íþróttum og sérstaklega stórmótum sem við tökum þátt í. Nú þegar við erum hérna eru allir bilaðir heima. Við finnum fyrir þessu, fögnum þessu og reynum að nýta okkur þennan stuðning,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×