Reyndi viljandi að kveikja neista hjá Dóru Maríu sem varð brjáluð Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. september 2016 16:20 Dóra María Lárusdóttir, leikmaður Vals í Pepsi-deild kvenna í fótbolta, snýr aftur í landsliðið þegar stelpurnar okkar mæta Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017 seinna í mánuðinum. Hópurinn var valinn í dag. Dóra María tók sér frí frá knattspyrnuiðkun frá september 2014 og þar til í mars á þessu ári en síðast spilaði hún landsleik í einmitt í september fyrir tveimur árum.Sjá einnig:Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Þessi magnaða fótboltakona sem á að baki 108 landsleiki fyrir Ísland er búin að vera einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar og stefnir jafnvel í að hún fari á þriðja Evrópumótið sitt að ári en hún er 31 árs gömul. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, viðurkenndi á blaðamannafundi þegar hópurinn var tilkynntur í dag að hann lét á reyna hvort Dóra María hefði virkilegan áhuga á að snúa aftur í landsliðið. Hún virðist meira en klár miðað við það sem Freyr hafði að segja. „Við erum búin að ræða málin vel. Ég talaði ekkert við hana þegar ég valdi síðasta hóp og það var viljandi. Ég vildi gá hvort ég myndi kveikja í einhverju í hausnum á henni sem það og gerði. Hún var brjáluð yfir því að ég talaði ekki við hana,“ sagði Freyr. „Svo beið ég eins lengi og ég gat að ræða við hana núna áður en ég valdi þennan hóp. Við funduðum tvisvar áður en ég ákvað að velja hana því ég vildi vita hvort eldmóðurinn væri til staðar.“ „Hann er til staðar og þá vitum við hvað hún er góð í fótbolta. Við höfum séð hana vaxa í sumar og það er mikill fengur fyrir okkur að fá hana til baka. Þetta snerist fyrst og fremst um það hvort hún hefði innri hvatningu til að gera þetta vel. Hún hefur hana og það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur.“ sagði Freyr Alexandersson. Svar Freys má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Landsliðsþjálfararnir ætla að reyna það sama með Berglindi Björg og þeir gerðu fyrir Hörpu. 7. september 2016 15:58 Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15 Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Enski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Fleiri fréttir „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Sjá meira
Dóra María Lárusdóttir, leikmaður Vals í Pepsi-deild kvenna í fótbolta, snýr aftur í landsliðið þegar stelpurnar okkar mæta Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017 seinna í mánuðinum. Hópurinn var valinn í dag. Dóra María tók sér frí frá knattspyrnuiðkun frá september 2014 og þar til í mars á þessu ári en síðast spilaði hún landsleik í einmitt í september fyrir tveimur árum.Sjá einnig:Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Þessi magnaða fótboltakona sem á að baki 108 landsleiki fyrir Ísland er búin að vera einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar og stefnir jafnvel í að hún fari á þriðja Evrópumótið sitt að ári en hún er 31 árs gömul. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, viðurkenndi á blaðamannafundi þegar hópurinn var tilkynntur í dag að hann lét á reyna hvort Dóra María hefði virkilegan áhuga á að snúa aftur í landsliðið. Hún virðist meira en klár miðað við það sem Freyr hafði að segja. „Við erum búin að ræða málin vel. Ég talaði ekkert við hana þegar ég valdi síðasta hóp og það var viljandi. Ég vildi gá hvort ég myndi kveikja í einhverju í hausnum á henni sem það og gerði. Hún var brjáluð yfir því að ég talaði ekki við hana,“ sagði Freyr. „Svo beið ég eins lengi og ég gat að ræða við hana núna áður en ég valdi þennan hóp. Við funduðum tvisvar áður en ég ákvað að velja hana því ég vildi vita hvort eldmóðurinn væri til staðar.“ „Hann er til staðar og þá vitum við hvað hún er góð í fótbolta. Við höfum séð hana vaxa í sumar og það er mikill fengur fyrir okkur að fá hana til baka. Þetta snerist fyrst og fremst um það hvort hún hefði innri hvatningu til að gera þetta vel. Hún hefur hana og það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur.“ sagði Freyr Alexandersson. Svar Freys má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Landsliðsþjálfararnir ætla að reyna það sama með Berglindi Björg og þeir gerðu fyrir Hörpu. 7. september 2016 15:58 Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15 Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Enski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Fleiri fréttir „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Sjá meira
Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Landsliðsþjálfararnir ætla að reyna það sama með Berglindi Björg og þeir gerðu fyrir Hörpu. 7. september 2016 15:58
Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15