Strákarnir falla um fjögur sæti en eru áfram konungar norðursins Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. september 2016 10:00 Strákarnir eru áfram bestir á Norðurlöndum. vísir/epa Spænski tölfræðisnillingurinn Alexis Martín sem gengur undir nafinu Mr. Chip á Twitter er búinn að reikna út efstu 60 sætin á heimslista FIFA sem birtur verður næst 15. september. Þetta gerir Martín eftir hverja landsleikjaviku og honum skeikar vanalega aldrei um eitt einasta stig. Strákarnir okkar, sem féllu um eitt sæti á síðasta lista, falla nú um fjögur sæti niður í 27. sæti heimslistans eftir jafnteflið gegn Úkraínu í Kænugarði á mánudagskvöldið. Íslenska liðið var í 22. sæti á listanum sem var birtur skömmu eftir að Evrópumótinu í Frakklandi lauk en féll um eitt sæti niður í það 23. á listanum í ágúst þrátt fyrir að spila ekki leik.Alfreð Finnbogason skoraði markið gegn Úkraínu.vísir/epaNorðmenn út af topp 60 Nú fara strákarnir niður í 27. sæti en verða tveimur sætum fyrir ofan Úkraínu sem það gerði jafntefli við á mánudagskvöldið. Króatar eru efstir af liðunum í riðli Íslands í undankeppni HM en þeir eru í 15. sæti og Tyrkir eru í 21. sæti. Strákarnir okkar eru sem fyrr langbesta lið Norðurlanda samkvæmt heimslistanum og halda sæmdarheitinu konungar norðursins. Svíar verða næstir okkur Íslendingum á nýjum heimslista í 41. sæti og Danir verða í þriðja sæti af Norðurlandaþjóðunum í 46. sæti listans. Alexis reiknar bara út 60 efstu sætin en Norðmenn virðast hríðfalla á næsta lista því þeir voru í 50. sæti en eru ekki á topp 60 að þessu sinni. Noregur tapaði vináttuleik gegn Hvíta-Rússlandi í síðustu viku og lét Þýskaland svo pakka sér saman í undankeppni HM á sunnudaginn. Finnar, sem eru með Íslendingum í riðli, voru í 61. sæti á síðasta lista og virðast ekki skríða inn á topp 60 og þar eru Færeyingar ekki heldur. Argentína mun halda efsta sætinu á listanum og Belgar verða áfram í öðru sæti en Kólumbíumenn og Þjóðverjar deila 3.-4. sætinu. Efstu 60 sætin á næsta heimslista má sjá hér að neðan.Recién sacado del horno, el TOP-60 del Ranking FIFA que veréis publicado el próximo 15-Septiembre. Disfrutadlo ;-) pic.twitter.com/uSQAvVKa9C— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 7, 2016 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Myndaveisla frá jafnteflinu í Úkraínu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik liðsins í undankeppni fyrir HM í Rússlandi sem fram fer sumarið 2018. 5. september 2016 21:38 Ásættanleg byrjun í Úkraínu Ísland hóf vegferð sína að sæti í úrslitakeppni HM 2018 í Rússlandi með því að gera jafntefli við sterkt lið Úkraínu ytra í gær, 1-1. Strákarnir byrjuðu leikinn af krafti en gátu að lokum prísað sig sæla að ná stigi. 6. september 2016 06:00 Sjáðu samantekt úr leiknum í Kænugarði Eitt stig var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2018. 6. september 2016 09:00 Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00 Shevchenko: Vorum að spila gegn mjög góðu liði Andriy Shevchenko, þjálfara úkraínska landsliðsins í knattspyrnu, fannst liðið eiga meiri möguleika en Ísland á að vinna leik liðanna í kvöld. 5. september 2016 22:25 Jóhann Berg: Skrítið að spila án áhorfenda Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. 5. september 2016 10:45 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Spænski tölfræðisnillingurinn Alexis Martín sem gengur undir nafinu Mr. Chip á Twitter er búinn að reikna út efstu 60 sætin á heimslista FIFA sem birtur verður næst 15. september. Þetta gerir Martín eftir hverja landsleikjaviku og honum skeikar vanalega aldrei um eitt einasta stig. Strákarnir okkar, sem féllu um eitt sæti á síðasta lista, falla nú um fjögur sæti niður í 27. sæti heimslistans eftir jafnteflið gegn Úkraínu í Kænugarði á mánudagskvöldið. Íslenska liðið var í 22. sæti á listanum sem var birtur skömmu eftir að Evrópumótinu í Frakklandi lauk en féll um eitt sæti niður í það 23. á listanum í ágúst þrátt fyrir að spila ekki leik.Alfreð Finnbogason skoraði markið gegn Úkraínu.vísir/epaNorðmenn út af topp 60 Nú fara strákarnir niður í 27. sæti en verða tveimur sætum fyrir ofan Úkraínu sem það gerði jafntefli við á mánudagskvöldið. Króatar eru efstir af liðunum í riðli Íslands í undankeppni HM en þeir eru í 15. sæti og Tyrkir eru í 21. sæti. Strákarnir okkar eru sem fyrr langbesta lið Norðurlanda samkvæmt heimslistanum og halda sæmdarheitinu konungar norðursins. Svíar verða næstir okkur Íslendingum á nýjum heimslista í 41. sæti og Danir verða í þriðja sæti af Norðurlandaþjóðunum í 46. sæti listans. Alexis reiknar bara út 60 efstu sætin en Norðmenn virðast hríðfalla á næsta lista því þeir voru í 50. sæti en eru ekki á topp 60 að þessu sinni. Noregur tapaði vináttuleik gegn Hvíta-Rússlandi í síðustu viku og lét Þýskaland svo pakka sér saman í undankeppni HM á sunnudaginn. Finnar, sem eru með Íslendingum í riðli, voru í 61. sæti á síðasta lista og virðast ekki skríða inn á topp 60 og þar eru Færeyingar ekki heldur. Argentína mun halda efsta sætinu á listanum og Belgar verða áfram í öðru sæti en Kólumbíumenn og Þjóðverjar deila 3.-4. sætinu. Efstu 60 sætin á næsta heimslista má sjá hér að neðan.Recién sacado del horno, el TOP-60 del Ranking FIFA que veréis publicado el próximo 15-Septiembre. Disfrutadlo ;-) pic.twitter.com/uSQAvVKa9C— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 7, 2016
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Myndaveisla frá jafnteflinu í Úkraínu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik liðsins í undankeppni fyrir HM í Rússlandi sem fram fer sumarið 2018. 5. september 2016 21:38 Ásættanleg byrjun í Úkraínu Ísland hóf vegferð sína að sæti í úrslitakeppni HM 2018 í Rússlandi með því að gera jafntefli við sterkt lið Úkraínu ytra í gær, 1-1. Strákarnir byrjuðu leikinn af krafti en gátu að lokum prísað sig sæla að ná stigi. 6. september 2016 06:00 Sjáðu samantekt úr leiknum í Kænugarði Eitt stig var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2018. 6. september 2016 09:00 Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00 Shevchenko: Vorum að spila gegn mjög góðu liði Andriy Shevchenko, þjálfara úkraínska landsliðsins í knattspyrnu, fannst liðið eiga meiri möguleika en Ísland á að vinna leik liðanna í kvöld. 5. september 2016 22:25 Jóhann Berg: Skrítið að spila án áhorfenda Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. 5. september 2016 10:45 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Myndaveisla frá jafnteflinu í Úkraínu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik liðsins í undankeppni fyrir HM í Rússlandi sem fram fer sumarið 2018. 5. september 2016 21:38
Ásættanleg byrjun í Úkraínu Ísland hóf vegferð sína að sæti í úrslitakeppni HM 2018 í Rússlandi með því að gera jafntefli við sterkt lið Úkraínu ytra í gær, 1-1. Strákarnir byrjuðu leikinn af krafti en gátu að lokum prísað sig sæla að ná stigi. 6. september 2016 06:00
Sjáðu samantekt úr leiknum í Kænugarði Eitt stig var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2018. 6. september 2016 09:00
Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00
Shevchenko: Vorum að spila gegn mjög góðu liði Andriy Shevchenko, þjálfara úkraínska landsliðsins í knattspyrnu, fannst liðið eiga meiri möguleika en Ísland á að vinna leik liðanna í kvöld. 5. september 2016 22:25
Jóhann Berg: Skrítið að spila án áhorfenda Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. 5. september 2016 10:45